2. okt. - Hjólakeppni, ferðamál, jarðepli, Trump og hégómavísindi - a podcast by RÚV

from 2020-10-02T08:50

:: ::

Undanfarnar fjórar vikur hefur hópur íbúa á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri tekið þátt í hjólreiðakeppninni World Road for Seniors. Keppninni lýkur í dag og hópurinn á Hlíð er meðal þeirra liða sem berjast um efstu sæti keppninnar. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í gær í heimsókn á Hlíð og ræddi við nokkra úr hópnum, auk þess sem hún ræddi við sjúkraþálfara á heimilinu sem heldur utan um verkefnið. Við slógum á þráðinn til Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs, en ráðið var að samþykkja ferðamálastefnu, núna í miðjum heimsfaraldri á meðan engir ferðamenn eru á ferli. Á morgun verður kartöflunni hampað á heilmikilli jarðeplahátíð austur á landi. Móðir Jörð og Matarauður Austurlands standa að baki þessum viðburði þar sem ræktunarsagan verður rakin og gestum boðið að gæða sér á fjölda kartöfluafbrigða. Eygló Björk Ólafsdóttir hjá Móður jörð var á línunni að austan og sagði okkur meira. Þau tíðindi bárust í nótt að forsetahjón Bandaríkjanna, þau Donald og Melania Trump, hafi greinst með kórónuveiruna. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, kom til okkar og ræddi við okkur um hvaða áhrif þetta gæti haft nú í aðdraganda kosninga. Freyr Gígja Gunnarsson mætti í sitt hálfs mánaðarlega hégómavísindahorn og færði okkur fréttir af fræga fólkinu. Tónlist: Stefán Hilmarsson - Líf. Black Pumas - Im ready. Amabadama - Hossa hossa. Billie Eilish - Bad guy. Nýdönsk - Alla tíð. GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir). Albatross - Já það má. Travis - Writing to reach you. Warmland - Superstar minimal. Bruce Springsteen and the E Str. Band - Letter to you. Miley Cyrus - Midnight sky.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV