21. feb. - Fóstur, Ólympíuleikar, læknar, veður, menntun og sameining - a podcast by RÚV

from 2022-02-21T06:50

:: ::

Félag fósturforeldra setur nýtt hlaðvarp í loftið í vikunni þar sem markmiðið er að fræða fólk um fóstur. Þau Guðlaugur Kristmundsson formaður Félags fósturforeldra og Hildur Björk Hörpudóttir stjórnarmaður komu til okkar og sögðu okkur af þessu nýja verkefni og starfsemi félagsins. Við tókum íþróttaspjall mánudagsins fyrr en vanalega þegar við fengum Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkonu til okkar, en hún er nýkomin heim af vetrarólympíuleikunum í Kína. Við fengum að heyra af lífinu á leikunum. Læknafélag Íslands hefur gert alvarlegar athugasemdir við drög að frumvarpi til útlendingalaga þar sem lagt er til að hægt sé að skylda hælisleitendur í læknisskoðun svo greiða megi leið stjórnvalda til brottvísunnar þeirra. Félagið telur hreinlega að í lagaákvæðinu sem um ræðir felist brot á læknaeiðnum. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands var gestur okkar. Það eru appelsínugular veðurviðvaranir í kortunum um land allt seinnipartinn. Við heyrðum í Elínu Björk Jónasdóttur, vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofunni og beint í kjölfarið í Karen Ósk Lárusdóttur fulltrúa Landsbjargar en björgunarsveitir um land allt eru í startholunum vegna veðurofsans. Anna Björk Sverrisdóttir aðjúnkt við HÍ og þroskaþjálfi kom til okkar og sagði okkur frá niðurstöðum doktorsritgerðar sinnar sem fjallar um menntun nemenda með þroskahömlun á framhaldsskólastigi í ljósi kenninga um inngildandi menntun og félagslegt réttlæti, en niðurstöður Önnu Bjarkar benda m.a. til þess að kerfið viðhaldi ójöfnuði og félagslegu óréttlæti gagnvart öllum nemendum, ekki bara þeim fötluðu. Anna Björk fór betur yfir þetta með okkur. Um helgina fóru fram nokkrar atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga. M.a. var sameining Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkt, en Akrahreppur er 10. fámennasta sveitarfélag landsins með 210 íbúa og alla í dreifbýli. Til gamans heyrðum við í Agnari H. Gunnarssyni bónda á Miklabæ og fyrrverandi oddvita Akrahrepps en hann er einn þeirra ríflega 50 íbúa sem ekki voru hlynntir sameiningunni. Tónlist: Vilhjálmur Vilhjálmsson - Lítill drengur. Carole King - You've got a friend. Al Green - Here I am - Come and take me. Sigrún Stella - Baby blue. Bríet - Sólblóm. Magni og Ágústa Eva - Þar til að storminn hefur lægt. Suede - Beautiful ones. Gayle - abcde (Forget you).

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV