21. okt.-Kórónuveirubók, líkamsrækt, kvikmyndir, jarðskjálftar, Spánn - a podcast by RÚV

from 2020-10-21T06:50

:: ::

Hjálmar Árnason fyrrverandi þingmaður og skólameistari hefur aldrei haft eins mikið að gera eins og eftir að hann hætti í fastri vinnu. Hann nýtur þess að hreyfa sig og sinna hugðarefnum sínum svo sem að skrifa, en það áhugamál hefur hann nú tekið skrefinu lengra með því að skrifa bók og það enga venjulega bók, heldur barnabók um kórónuveiruna. Hjálmar kíkti til okkar í spjall. Við heyrðum í Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra Hreyfingar, en fyrirtækið ætlar ekki að opna á ný með því að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum eins og heimilað hefur verið. Enn séu of mörg smit í samfélaginu. Á heimasíðu Hreyfingar kemur fram að þetta sé til að sýna samfélagslega ábyrgð. Stjórnvöld kynntu nýja kvikmyndastefnu í tengslum við Eddu verðlaunahátíðina fyrir skemmstu. Margir hafa lýst yfir ánægju með framtakið en WIFT sem eru samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi gera hins vegar alvarlegar athugasemdir við skort á markmiðum í jafnréttismálum þegar að stefnunni kemur. Helena St. Magneudóttir frá WIFT var á línunni og fór yfir málið með okkur en samtökin hafa sent frá ályktun hvað þetta varðar. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, kom til okkar og ræddi við okkur um jarðskjálftann í gær og hvers sé að vænta með framhaldið. Við heyrðum líka í okkar manni á Spáni Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem sagði okkur tíðindi að sunnan, m.a. af vantrauststillögu á ríkisstjórn Spánar, asnameðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og þróun fasteignamarkaðarins. Tónlist: Fríða Hansen - Tímamót. Júníus Meyvant - Hailslide. Sly and the Family Stone - Everyday people. Jón Jónsson - Dýrka mest. Bríet - Rólegur kúreki. Sváfnir Sig. - Fer sem fer. Blondie - Hangin on the telephone. Draumfarir - Ást við fyrstu seen (ft. Króli). Justin Timberlake - Say something (ft. Chris Stapleton). David Bowie - Ashes to ashes.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV