23. feb. - Ratleikir, dýrahald, týndur hvolpur og vísindi - a podcast by RÚV

from 2021-02-23T06:50

:: ::

Sýsla er nafn á sprotafyrirtæki sem býður upp á litla ratleiki víðsvegar um landið og hafa sveitarfélög nýtt sér ratleikjaappið þeirra til að hvetja krakka til útivistar og samveru. Nú þegar margir eru í vetrarfríi vantar oft eitthvað fyrir fjölskylduna eða vinahópa til að gera saman. Við fengum þau Hafdísi Erlu Bogadóttur og Pétur Ásgeirsson til segja okkur nánar frá þessu. Sabine Leskopf, borgarfulltrúi, kom til okkar og sagði okkur frá breytingum sem gerðar hafa verið á þjónustu við gæludýraeigendur í borginni, en framvegis verður hún á einum og sama staðnum. Hún er formaður stýrihóps um þjónustu borgarinnar vegna gæludýra og meðal breytinga má nefna að hundaeftirlit Reykjavíkur verður lagt niður og málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu. Við héldum okkur við dýrin og heyrðum fallega sögu úr Vogunum þar sem hundurinn Chelsea týndist og ótrúlegur fjöldi fólks lagði sitt til leitarinnar. Viktoría Ólafsdóttir eigandi Chelsea var á línunni. Og svo var það vísindahorn Sævars Helga Bragasonar, alltaf eitthvað forvitnilegt þar og að þessu sinni ræddum við kuldakastið í BNA og tíðindi frá Mars. Tónlist: Mugison - Stingum af. Jóhann G. Jóhannsson - Dont try to fool me. Klassart - Gamli grafreiturinn. Rod Stewart and The Faces - Stay with me. Helgi Björns og Reiðmenn vindanna - Vinarkveðja. Madness - Must be love. Bruce Springsteen - Hello sunshine. Robbie Williams - Strong. Hildur - New mistakes. Death Cab for cutie - Waterfalls.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV