24. ágúst - Ísbíllinn, Friðrik Agni, réttir, svartir peningar og sport - a podcast by RÚV

from 2020-08-24T08:50

:: ::

Ísbíllinn er órjúfanlegur hluti af sumrinu og er yfirleitt fagnað hvar sem hann fer, ekki síst á góðviðrisdögum. Hulda hitti á Ísbílinn í lok sólríks dags og spjallaði við Töru Mist Bjarkadóttur íssala sem segir það að selja Íslendingum ís sé frábært starf. Friðrik Agni Árnason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu. Hann hefur mætt mótlæti en líka skapað sín eigin tækifæri og aldrei gefist upp. Nú vill hann miðla sínum aðferðum með öðru fólki og hefur þess vegna sett saman fyrirlestur um þetta efni. Friðrik Agni settist hjá okkur í morgunkaffi og spjall. Nú styttist í skemmtilegasta tíma ársins hjá mörgum, þ.e. göngur og réttir. En líkt og svo margt annað í samfélaginu í dag þarf að aðlaga þessa árlegu hefð að sóttvarnarreglum sem nú gilda. Við heyrðum í Unnsteini Snorra Snorrasyni framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda um hvernig fyrirkomulagið verður í ár. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og fyrrverandi varaformaður SA, kom til okkar en í pistli í Fréttablaðinu á dögunum skrifaði hún um troðfull umslög af peningum. Hún vísar þar til laga sem átti að setja um að þrengja að svarta hagkerfinu meðal annars með því að takmarka notkun reiðufjár. Þessar hugmyndir voru umdeildar á sínum tíma en Margrét hvatti til þess í pistlinum að þessum hugmyndum yrði hrint í framkvæmd. Við fórum yfir íþróttir helgarinnar með Einar Erni Jónssyni íþróttafréttamanni, m.a. árangur Bayern Munchen í knattspyrnunni í ár, meistaradeild kvenna, boltann hér heima og landsleikina framundan. Tónlist: Orðin mín - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían. Sting og Eric Clapton - Its probably me. Imelda May - Black tears (ft. Jeff Beck). Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín. Emilíana Torrini - Unemployed in summertime. Warmland - Family. Queen - Somebody to love. Hreimur - Lítið hús (ft. Fríða Hansen). Bruce Springsteen - Hello sunshine. Alice Merton - No roots. Michael Kiwanuka - One more night.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV