24. feb. - Verslun, umferð, Punkturinn, Barnaheill og Spánarspjall - a podcast by RÚV

from 2021-02-24T06:50

:: ::

Rekstur verslana í fámennum byggðum er nánast borin von nema til komi stuðningur. Emil Bjarni Karlsson sem er fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar hefur kortlagt vanda dreifbýlisverslunar um allt land og lagt fram sjö tillögur að úrbótum. Emil kom til okkar og sagði okkur af skýrslunni sem hann gerði og þeim tillögum sem hann leggur til. Í þættinum á mánudaginn töluðum við við Ragnhildi Ágústsdóttur íbúa í Garðahverfi í Garðabæ sem hefur hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að skora á Garðabæ að endurskoða lokun við Prýðahverfi og þá hættu sem það skapar við gatnamót nýja og gamla Álftanesvegarins. Við heyrðum í Gunnari Einarssyni, bæjarstjóra í Garðabæ, og fengum viðbrögð hans. Hollvinir Punktsins hafa mótmælt þeirri ákvörðun Akureyrarbæjar að flytja starfsemi handverksmiðstöðvarinnar Punktsins og eiginlega loka henni segja hollvinirnir. Hópurinn segir starfsemina nauðsynlega mörgum, ekki síst í dag þegar margir eru án vinnu. Barbara Hjartardóttir er einn hollvina Punktsins og hún var á línunni. Hið árlega átak Út að borða fyrir börnin stendur nú yfir, en ágóðinn af átakinu rennur til styrktar starfsemi Barnaheilla. Þau Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla og Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður komu til okkar og sögðu okkur nánar af þessu, verkefnum Barnaheilla og stöðunni í veitingageiranum. Svo var það okkar vikulega Spánarspjall þar sem við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni. Í dag rifjaði hann upp söguna, sagði frá safni ofan í sjónum og talaði um Eurovision. Tónlist: Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar. Norah Jones - Feelin the same way all over again. Robert Plant og Alison Krauss - Gone gone gone. Daði og Gagnamagnið - Think about a things. The Beautiful South - Perfect 10. Egill Ólafsson - Hósen Gósen. Eagles - Witchy woman. Friðrik Dór - Segðu mér. Arcade Fire - Everything now.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV