24. mars - Þyrlur, Dyngja, lundi, gosstöðvar og Spánn - a podcast by RÚV

from 2021-03-24T06:50

:: ::

Sjaldan hefur verið auðveldara fyrir höfuðborgarbúa að sjá eldgos en einmitt núna, þar sem gýs á Reykjanesskaga, sannkallað túristagos. Gríðarlegur fjöldi hefur gengið á gosstöðvarnar síðustu daga til að upplifa náttúruna og til að finna kraftinn beint í æð. Og nóg hefur verið að gera við að fljúga með fólk yfir gosstöðvarnar á þyrlum og þyrluleigurnar hafa ekki undan. Jón Þór Þorleifsson smali og þyrluflugmaður hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga og hann kom til okkar í spjall. Við fórum í heimsókn í Mývatnssveit í þættinum í dag þar sem Gígja Hólmgeirsdóttir ræddi við Sigríði Pétursdóttur sem er ein af stórum hópi Mývetninga sem stendur að rekstri handverkshússins Dyngju. Við forvitnuðumst um starfsemina og hvernig komandi sumar leggst í þau. Rannsókn á fjórum lundastofnum í Norður - Atlantshafi sýnir að lundar fljúga langar leiðir í leit að æti og vegalengdin hefur áhrif á fjölgun í stofnunum. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, er einn þeirra sem gerði þessa rannsókn og hann var á línunni hjá okkur og sagði okkur meira af niðurstöðunum og ástandi lundans almennt. Gosstöðvarnar í Geldingadölum eru á svæði Lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglan hefur haft í nógu að snúast ásamt björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Mikil hætta er á slysum þegar svo margt fólk gengur að gosstöðvunum og mörg þar á meðal sem eru óvant göngufólk. Svo ekki sé minnst á bílaumferð, utanvega akstur og hvernig fólk leggur faratækjum sínum. Við heyrðum í Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Okkar vikulega Spánarspjall var á sínum stað þegar við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni og þar kom vorið við sögu m.a. Tónlist: Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu. Elvis Costello - Olivers Army. Kacey Musgraves - Slow burn. Taylor Swift ásamt Haim - No body, no crime. Hjálmar - Áttu vinur augnablik. KK - Lucky one. Fleetwood Mac - You make loving fun. Retro Stefson - Glow. R.E.M. - Man on the moon. Bubbi Morthens - Ástrós.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV