25. mars - Ullarþon, málfar, tíðavörur, forsætisráðherra og Kveikur - a podcast by RÚV

from 2021-03-25T06:50

:: ::

Ullarþon hefst í dag og stendur til mánudags. Þar er leitað að mjúkum og hlýjum hugmyndum, en hvað nákvæmlega er ullarþon? Hulda B. Baldursdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands veit allt um málið og við slógum á þráðinn til hennar og heyrðum meira. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kom til okkar í sitt vikulega málfarsspjall og að þessu sinni komu dönskuslettur við sögu. Frá og með næsta hausti verða ókeypis tíðavörur í boði í grunnskólum og félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Saga María Sæþórsdóttir er stúlkan á bak við tillöguna en hana lagði hún upphaflega fram í borgarstjórn fyrir hönd ungmennaráðs Laugardals, Háaleitis og Bústaða. Við hringdum í Sögu sem, líkt og aðrir grunnskólanemar, er komin í snemmbúið páskafrí en vaknaði fyrir okkur og sagði okkur frá þessu máli. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kom til okkar og við ræddum við hana um aðgerðirnar sem gripið var til vegna veirunnar í gær og hvers megi vænta varðandi bólusetningar á næstunni. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, kom til okkar og fór yfir þessi viðburðarríku ár sem þátturinn hefur verið í loftinu, hlutverk þáttarins og ýmis konar viðbrögð við umfjöllun hans. Tónlist: Nýdönsk - Frelsið. Taylor Swift ásamt Bon Iver - exile. Daði og Gagnamagnið - 10 years. James Taylor - Mexico. Unnsteinn - Er þetta ást? Geirfuglarnir - Byrjaðu í dag að elska. Kristín Sesselja - Earthquake. Vök - Lost in the weekend.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV