25. sept. - BRAS, Grenivík, dvalarleyfi og Eurogarðurinn - a podcast by RÚV

from 2020-09-25T08:50

:: ::

Í september og október stendur yfir á Austurlandi BRAS - menningarhátíð barna og ungmenna. Hátíðin hefur fest sig í sessi en þetta er í þriðja sinn sem hún er haldin. Við hringdum austur á Djúpavog og heyrðum í Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur verkefnisstjóra hjá Austurbrú sem veit meira um þessa skemmtilegu hátíð og hún sgði okkur frá. Í sumar opnaði mathöllin Milli fjöru og fjalla í gamla kaupfélagshúsinu á Grenivík í Grýtubakkahreppi, og þar er íslenska lambakjötið í hávegum haft. Gígja Hólmgeirsdóttir brá sér til Grenivíkur og forvitnaðist um þennan nýja veitingastað í spjalli við Höllu Sif Guðmundsdóttur sem rekur staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Egypska fjölskyldan, sem mikið hefur verið til umfjöllunar og verið í felum að undanförnu, var í gær veitt dvalarleyfi af mannúðarsjónarmiðum. Þetta varð ljóst í gær eftir að kærunefnd útlendingarmála féllst á endurupptökubeiðni hennar. Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, kom til okkar. Eurogarðurinn er nafn á nýrri sjónvarpsþáttaröð sem fer í loftið um helgina. Úrvalslið leikara og grínara fer þar með helstu hlutverk en í Eurogarðinum segir frá drykkfelldum miðaldra braskara með vafasaman viðskiptaferil sem kaupir Húsdýragarðinn og hefur uppi stór plön um framtíð og þróun hans. Þau Anna Svava Knútsdóttir og Dóri DNA eru meðal þeirra sem koma að þessu verkefni og þau kíktu við og sögðu okkur meira. Tónlist: Krummi - Frozen teardrops. Sycamore Tree - Home again. Coldplay - Adventure of a lifetime. Hreimur og Fríða Hansen - Lítið hús. Auður - Enginn eins og þú. Suede - Beautiful ones. KK - Þetta lag er um þig. Bryan Ferry - Dont stop the dance. The Beatles - Drive my car. Hjálmar - Taktu þessa trommu. Queen - Youre my best friend. Stjórnin - Ég lifi í voninni. Janelle Monáe - Turntables.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV