26. okt.-Ferðaþjónusta, Norðurlandaráð, Danmörk, vinnuvika, sport - a podcast by RÚV

from 2020-10-26T06:50

:: ::

Ferðaþjónustufyrirtæki berjast mörg hver í bökkum í kórónuveirufaraldrinum og sum hver hafa þegar lokað. Önnur reyna að þreyja þorrann og horfa til nýrrar þjónustu, ekki síst með Íslendinga í huga. Bændaferðir, eða Hey Iceland, er eitt þeirra fyrirtækja sem fyrst og fremst hefur sinnt utanlandsferðum, en sækir nú á ný mið. Sævar Skaptason framkvæmdastjóri Hey Iceland kíkti til okkar í spjall. Þing Norðurlandaráðs hefði átt að byrja í Hörpu í dag, en í ljósi stöðunnar fer þingið fram rafrænt að þessu sinni. Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandaráði og er Silja Dögg Gunnarsdóttir forseti en Oddný Harðardóttir varaforseti. Oddný kom til okkar og sagði okkur svolítið af starfi ráðsins og þeim málaflokkum sem Ísland hefur lagt áherslu á þetta árið. Danir hafa líkt aðrir Evrópubúar séð mikla aukningu í kórónuveiru smitum í haust. Í september sl. voru aðgerðir hertar og nú stendur til að herða enn frekar á til að ná utan um faraldurinn. Þórhallur Jónsson í Kaupmannahöfn var á línunni, en hann vinnur m.a. í tónlistar- og veitingageiranum sem hefur orðið fyrir miklu höggi. BSRB samdi um styttingu vinnuvikunnar í síðustu kjarasamningum. Nú er komið að því að innleiða styttinguna og geta félagsmenn haft áhrif á útfærsluna. Nú þegar eru dæmi um fyrirtæki sem tekið hafa styttinguna hafi séð mælanlegan árangur. Við spurðum Sonju Ýri Þorbergsdóttur formann BSRB nánar um þetta. Við spjölluðum um íþróttir við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamenn og spáðum m.a. í spilin fyrir mikilvægan landsleik kvenna í knattspyrnu á morgun þegar íslenska liðið mætir því sænska ytra. Tónlist: Hjálmar - Yfir hafið. Michael Kiwanuka - Home again. The Coors - Dreams. GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir). Buff - Enginn nema þú. Brek - Fjaran. Elton John - Daniel. Steindór Ingi Snorrason - Yfir sundið. Bríet - Rólegur kúreki.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV