28. apríl - Snóker, greiningar, Barnaheill, Þjóðhátíð og Spánarspjall - a podcast by RÚV

from 2021-04-28T06:50

:: ::

Margir sem hafa aðgang að Eurosport liggja nú yfir heimsmeistaramótinu í snóker sem fram fer í Sheffield á Englandi, en Íslandsmótið í snóker fer fram í byrjun maí. Að þessu sinni er mótið opið þ.e.a.s. ekki var hægt að hafa úrslitakeppni vegna samkomutakmarkanna en keppt verður á tveimur stöðum í borginni. Til að fara yfir þetta með okkur kom Pálmi Einarsson formaður Billiardsambands Íslands til okkar. Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik, en ráðstefnan í ár fer fram á morgun og hinn. Solveig Sigurðardóttir og Ingólfur Einarsson, sem bæði eru barnalæknar á Greiningar- og ráðgjafarstöð komu til okkar og sögðu okkur meira af ráðstefnunni og þeim málefnum sem þar verða til umfjöllunar. Landssöfnun Barnaheilla til stuðnings forvörnum gegn kynferðisofbeldi á börnum hófst á sumardaginn fyrsta og stendur út næstu helgi. Söfnunin í ár ber heitið Staldraðu við. Með þinni hjálp getum við verndað börn. Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum kíkti til okkar og sagði okkur betur frá. Í gær kynntu stjórnvöld áætlun sína um afléttingar og talaði er um fjórar vörður á leið til afléttingar á samkomutakmörkunum. Gert er ráð fyrir að öllum takmörkunum verði aflétt í lok júní. Standist þessar áætlanir má vænta þess að landinn geti um frjálst höfuð strokið í sumar. Við hringdum af þessu tilefni til Vestmannaeyja og heyrðum í Herði Orra Grettissyni en hann er formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Þar hefur undirbúningur verið í gangi fyrir Þjóðhátíð í ár enda Eyjamenn bjartsýnt fólk. Hið vikulega Spánarspjall var á sínum stað þegar við heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni sem færði okkur tíðindi utan úr heimi, m.a. af skipulögðum glæpasamtökum, forræðisdeilu yfir hundi og kosningum. Tónlist: Hreimur - Gegnum tárin. Belle and Sebastian - Another sunny day. Sálin hans Jóns míns - Sól ég hef sögu að segja þér. Japanese breakfast - Be sweet. Jón Jónsson - When youre around. Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og Albatross - Ástin á sér stað. Wham - The edge of heaven. Retro Stefson - Glow. Martha and the Vandellas - Nowhere to run. Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur - Heim. E.L.O. - Dont bring me down.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV