28. feb - Úkraína, Skagafjörður, jafnréttislög, íþróttir - a podcast by RÚV

from 2022-02-28T06:50

:: ::

Byggðaráð Skagafjarðar hefur biðlað til Alþingis að færa fjóra virkjanakosti í jökulám úr verndarflokki og í biðflokk í næstu samþykkt rammaáætlunar. Þórarinn Magnússon bóndi á bænum Frostastöðum í Skagafirði er einn þeirra sem vill ekki sjá að árnar verði virkjaðar og hefur beitt sér gegn þessum hugmyndum um margra ára skeið. Hann verður á línunni hjá okkur nú í morgunsárið Fimmti dagur innrásar er nú að renna upp í Úkraínu. Sprengjudrunur kváðu við snemma í morgun í Kænugarði, Kharkiv og öðrum borgum landsins. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti segir að næsti sólarhringur geti reynst ögurstund í baráttunni við innrásarher Rússa. Við ætlum að heyra í Ingólfi Bjarna Sigfússyni, fréttamanni RÚV, sem var í gær staddur við landamæri Úkraínu og Póllands. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að hætta frekari málarekstri í tengslum við brot Lilju Alfreðsdóttur, forvera hans í starfi, á jafnréttislögum og greiða Hafdís Helgu Ólafsdóttur miskabætur. Þessu máli er nú loks að ljúka með ákvörðun Ásmundar og við ætlum að heyra í Hafdísi sem segir málarekstur Lilju gegn sér hafa verið íþyngjandi. Hlutirnir hafa gerst hratt um helgina varðandi viðbrögð Evrópusambandsins og fleiri þjóða gegn Rússum. En það er þó ekki svo að Rússar sé algjörlega einangraðir á alþjóðavísu. Guðbjörg Rikey Thoroddsen Hauksdóttir doktorsnemi rannsakar um þessar mundir samband Rússlands og Kína á norðurslóðum. Við ræddum við Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara, sem er búsettur í Kyiv um stöðuna núna í morgunsárið. Og við renndum yfir íþróttafréttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur í lok þáttar. Tónlist: Stutt skref - Moses Hightower Baby Blue - Sigrún Stella Baltimore - Nina Simone Let it Be - Beatles Supertime - Berndsen Bona Fide - Krummi Vortex - Nick Cave and the Bad Seeds Please don't hate me - Lay Low Smokin' Out the Window - Silk Sonic

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV