3. feb - Einar Ben, Krónan, tannlækningar, einkarekstur, ísjaki - a podcast by RÚV

from 2022-02-03T06:50

:: ::

Við Íslendingar erum dugleg við að gera skáldunum okkar hátt undir höfði og til að halda í þá hefð stendur nú til að endurbyggja síðasta heimili Einars Benediktssonar við Herdísarvík í sveitarfélaginu Ölfusi. Við heyrðum í Elliða Vignissyni sveitarstjóra í Ölfusi um þá uppbyggingu sem nú stendur fyrir dyrum. Krónan hefur styrkst nokkuð undanfarið. Við ræddum við Gústaf Steingrímsson, hagfræðing hjá Landsbankanum, um helstu áhrifaþætti og efnahagshorfurnar á næstunni. Væntingar eru um ágætis loðnuafla, ferðaþjónustan er að taka við sér og þá verður fyrsta vaxtaákvörðun þessa árs kynnt næsta miðvikudag. Þrátt fyrir gjaldfrjálsa tannlæknaþjónustu barna hér á landi skila um fimm þúsund börn sér ekki í reglulegt eftirlit til tannlækna. Við töluðum við Jóhönnu Bryndísi Bjarnadóttur, formann Tannlæknafélags Íslands, sem segir sum þessara barna búa við erfiðar félagslegar aðstæður og að þau séu hlunnfarin um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á dögunum féll áhugaverður dómur í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sjúkratryggingar Íslands voru sýknaðar af kröfu konu um endurgreiðslu á liðsskiptaaðgerð sem hún fór í á einkareknu skurðstofunni Kíníkinni. Konan hefði, samkvæmt lögum og reglum, getað farið í sambærilega aðgerð til annarra EES landa - til dæmis Svíþjóðar - og þá hefði kostnaðurinn að fullu verið greiddur af Sjúkratryggingum. Til er fjöldinn allur af sambærilegum málum hér á landi, þar sem fólk sækir sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinanna og fær það að fullu niðurgreitt af Sjúkratryggingum. Til að ræða þessar reglur komu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona Viðreisnar og Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna. Hafísröndin úti fyrir Vestfjörðum var síðdegis í gær um 17 sjómílur frá landi en mun styttra er í stóra borgarísjaka. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í ískönnunarflug í gær og lenti á stærsta jakanum sem er gríðarstór. Við ætlum að heyra í Gísla Vali Arnarsyni, sigmanni Gæslunnar, sem var slakað niður á ísinn. Davíð Kjartan Gestsson kom til okkar með eitt og annað úr heimi tölvuleikjanna í lok þáttar. Tónlist: Er þetta ást - Unnsteinn Royal Morning Blue - Damon Albarn Þú ert - Sigríður Thorlacius Oh My God - Adele Láttu þér líða vel - Stjórnin Baby Blue - Sigrún Stella Renegade - Big Red Machine Message in a bottle - The Police

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV