30. ágúst - Kirkjulist, vextir, samgöngur, drottningar og íþróttir - a podcast by RÚV

from 2021-08-30T06:50

:: ::

Við byrjuðum daginn á listinni, nánar tiltekið kirkjulist, en um helgina opnaði sýning í Seltjarnarneskirkju á verkum Sigrúnar Jónsdóttur, í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá fæðingu hennar 19. ágúst sl. Segja má að Sigrún hafi verið fyrsta kirkjulistakona Íslands og fjölbreytt verk hennar prýða kirkjur bæði innanlands- og utan. Pétur Markan samskiptastjóri Biskupsstofu leit við hjá okkur og sagði okkur meira af þessari áhugaverðu sýningu og listakonunni að baki henni, auk þess að fara aðeins yfir Kirkjuþing sem fram fór sl. föstudag. Nú þegar Seðlabankinn hefur í annað sinn á þessu ári hækkað vexti velta margir lántakendur eflaust fyrir sér hvort rétt sé að skipta úr breytilegum óverðtryggðum vöxtum yfir í fasta vexti, þ.e.a.s. þau sem eru með slík lán. Við fengum til okkar Jónas R. Stefánsson sérfræðing hjá Landsbankanum til að fara aðeins yfir vaxtamálin. Um helgina bárust fréttir af því að Icelandair hyggist hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja um mánaðamótin, en félagið hóf flug til Eyja með milligöngu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins eftir að flug flugfélagsins Ernis hafði lagst af á síðasta ári. Við heyrðum í Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra um þetta mál og áhrif þess á samfélagið í Eyjum. Við buðum upp á sannkallað drottningarviðtal að loknum áttafréttum en þá komu til okkar þau Gunnar Helgason og Rán Flygenring sem nýverið gáfu út bókina Drottningin sem kann allt... nema. Við ræddum lífið og listina við þessa öfluga skapandi fólk sem er sinnir ótal áhugaverðum verkefnum, auk bókaútgáfunnar. Þá heyrðum við í Kristjönu Arnarsdóttur íþróttafréttakonu sem er stödd á Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó. Íslensku keppendurnir hafa keppt hver á fætur öðrum undanfarna daga og við tókum aðeins stöðuna með Kristjönu. Tónlist: Sálin hans Jóns míns - Getur verið. Ellen og Þorsteinn - Hluthafi í heiminum. Bob Seger and the Silver Bullet band - Against the wind. Michael Kiwanuka - Hero. Stuðmenn - Allt eins og áður var. Lára Rúnar - Andblær. Moses Hightower - Lífsgleði. Vök - No coffee at the funeral. Queen - Spread your wings.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV