4. des. - Námskeið, SÁÁ, raunvitund, Covid deildin og Ari Eldjárn - a podcast by RÚV

from 2020-12-04T06:50

:: ::

Séra Þórhallur Heimisson hefur undanfarin 25 ár haldið sjálfstyrkingar og hjónanámskeið sem margir hafa sótt. Hann ætlar nú í aðdraganda jólanna að bjóða uppá námskeið rafrænt í gegnum samskiptaforritið Zoom. Tíu leiðir til betra lífs er yfirskriftin á námskeiðinu sem hann hefur haldið áður fyrir skóla og félagasamtök. Nú geta allir verið með enda námskeiðið frítt. Séra Þórhallur var á línunni hjá okkur. Einar Hermansson, formaður SÁÁ, ræddi við okkur en söfnunarþátturinn Fyrir fjölskylduna, þar sem málefni SÁÁ verða í öndvegi, verður sendur út í kvöld hér á RÚV. Gunnar Dofri Ólafssson var á línunni hjá okkur en hann hefur þýtt bók eftir Hans Rosling sem heitir Raunvitund en hún rekur ástæður þess að við lesum þannig úr upplýsingum að við trúum því frekar að hlutirnir fari á verri veg og að það sé litað af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum. Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir COVID göngudeildar Landsspítalans var á línunni hjá okkur en og við ræddum við hann um stöðuna á faraldrinum og göngudeildinni og hversu miklar takmarkanir hann telji að eigi að vera í gildi næstu vikur. Grínistinn Ari Eldjárn braut blað í sögu íslenskrar uppistandara í vikunni þegar uppstand hans fór í sýningu á efnisveitunni Netflix. Er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur uppistandari nær þessum árangri. Við heyrðum í Ara og spurðum hvaða þýðingu þetta hafi fyrir hann og jafnvel aðra íslenska grínista. Tónlist: Bubbi Morthens - Það er gott að elska Stevie Wonder - Someday at christmas Of monsters and men - Little talks Pálmi Gunnarsson - Gleði og friðarjól Sniglabandið - Haltu kjafti Sigríður Beinteinsdóttir - Senn koma jólin The Pogues og Kirsty McCall - Fairytale of New York

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV