4. jan. - Heilsumarkmið, skyrútrás, lagakeppni, Noregur og íþróttir - a podcast by RÚV

from 2021-01-04T06:50

:: ::

Nýtt ár er gengið í garð og því fylgja ýmis konar áheit og markmið eins og þekkist. Margir setja sér heilsutengd markmið og stundum getur verið gott að fá leiðsögn eða stuðning þar um. Erla Guðmundsdóttir er heilsumarkþjálfi og hún hjálpar fólki að gera einmitt þetta. Við heyrðum í henni og fengum góð ráð. Íslenska skyrið þekkja landsmenn vel en undanfarin ár hefur verið sókn á erlendum mörkuðum. Nýir skyrmarkaðir hafa vegið samdrátt vegna faraldursins upp á þessu ári. En hver er framtíðin í skyrsölunni? Hefur þessi sókn á erlenda markaði fært mjólkurbændum aukinn arð? Við spurðum Ara Edwald, framkvæmdarstjóra Íseyjar útflutnings ehf. út í framtíðina í skyrinu. Fyrr í vetur sögðum við frá lagakeppni Hannesarholts þar sem lagahöfundar áttu að semja lög við ljóð Hannesar Hafstein. Metþátttaka var í keppninni, en alls bárust 205 lög við 48 ljóð skáldsins. Fjögur lög voru verðlaunuð og fyrstu verðlaun hlaut Valgerður Jónsdóttir fyrir lag sitt við ljóðið Áraskiptin 1901-1902. Við slógum á þráðinn upp á Skaga og heyrðum í verðlauna lagahöfundinum. Við Íslendingar vorum varla búin að átta okkur á skriðuföllunum á Seyðisfirði og eyðileggingunni þar þegar það bárust fréttir frá Noregi af mannskæðu jarðfalli. Tíu manns var saknað í bænum Ask sem er mitt á milli Oslóar og Gardemoen flugvallar. Við hringdum í Atla Stein Guðmundsson í Noregi og heyrðum nýjustu tíðindi þaðan. Við tókum upp þráðinn að nýju í íþróttaspjallinu og spjölluðum um sportið við Evu Björk Benediktsdóttur íþróttafréttamann. Tónlist: Jónas Sig - Milda hjartað. Norah Jones - Come away with me. Travis - Why does it always rain on me? Terence Trent DArby - Wishing well. Valgerður Jónsdóttir - Áraskiptin 1901-1902. Hreimur - Skilaboðin mín. Helgi Björn og Salka Sól - Saman höldum út. Albatross - Já það má. Hjálmar - Borð fyrir tvo. OMAM - Visitor. Connels - 74-75.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV