4. mars - Heyrn, endómetríósa, Sunnefa, HS Orka og Spánarspjall - a podcast by RÚV

from 2021-03-03T07:50

:: ::

Í dag er Alþjóðlegur dagur heyrnar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, birtir í ár í fyrsta sinn skýrslu um ástand heyrnarmála í heiminum, en í dag eru um 460 milljónir manna með heyrnarskerðingu sem kallar á meðferðarúrræði. Við fengum til okkar Ingibjörgu Hinriksdóttir, yfirlæknir heyrna- og talmeinastöðvar Íslands og Evu Albrechtsen, sérfræðilækni hjá HTÍ sem fóru yfir stöðu þessara mála hér á Íslandi og hvar úrbóta er þörf. Endómetríósa er krónískur ólæknandi sjúkdómur sem hefur áhrif á líf 5-10 prósent kvenna um heim allan, eða um 200 milljónir kvenna. Greiningartíminn er langur og margar konur segjast ekki mæta skilningi í heilbrigðiskerfinu. Lilja Guðmundsdóttir rannsakaði þessi mál í meistararitgerð sinni við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og hún kom til okkar og sagði okkur frá niðurstöðunum. Leikhópurinn Svipir frumsýnir leikverkið Sunnefu í Tjarnarbíói á morgun. Sýningin er byggð á einu lengsta og flóknasta sakamáli Íslandssögunnar þar sem Sunnefa Jónsdóttir var tvívegis dæmd til drekkingar snemma á átjándu öld. Við fengum leikstjórann Þór Tulinius og höfundinn Árna Friðriksson í heimsókn og fræddumst meira um þetta forvitnilega leikverk. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og hugsanlegt gos vekja upp spurningar um innviði á Suðurnesjum en þar búa um 27 þúsund manns. HS Orka vinnur orku í Svartsengi og á Reykjanesi og sér svæðinu fyrir heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. Hvernig eru þessi kerfi tilbúin í hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp? Vitað er að hreyfingar á jarðskorpunni hafa þurrkað upp vatnslindir eða aukið afköst þeirra. Svo er Bláa lónið í Svartsengi en það er sennilega vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna á landinu öllu. Til að fara yfir þessi mál, eins og þau snúa að HS Orku, fengum við forstjórann Tómas Má Sigurðsson til okkar. Við fórum svo suður til Spánar og heyrðum í okkar manni þar Jóhanni Hlíðar Harðarsyni. Tónlist: Auður - Enginn eins og þú. Stealers Wheel - Stuck in the middle. Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær. Hreimur - Gegnum tárin. The Weeknd - In your eyes. John Mayer - New light. Celeste - Love is back. Hall and Oates - Say it isnt so. Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV