4. nóv. - Umhyggja, vinnustaðir, öryrkjar, kosningar og Spánn - a podcast by RÚV

from 2020-11-04T06:50

:: ::

Pálína Þorsteinsdóttir kennari í Borgarskóla setti á dögunum af stað svokallað umhyggjuverkefni þar sem hún hvetur fólk til að gefa af sér á margs konar hátt til þeirra sem eru í einangrun. Hugmyndina fékk hún þegar hún var að útbúa glaðning fyrir vin dóttur sinnar sem var í þeim sporum. Við heyrðum í Pálínu um þessa fallegu hugmynd og hvernig má útfæra hana. Mikið er rætt um atvinnuástandið þessa dagana, fjöldauppsagnir og fyrirtæki sem blæða út. Þessu ástandi fylgja vissulega áskoranir og erfiðleikar fyrir þá sem misst hafa vinnuna, en minna hefur verið talað um þá eru í vinnu á þessum krefjandi tímum. Hvaða áhrif hefur ástandið á það fólk og hvað geta stjórnendur gert við núverandi aðstæður? Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi hjá Heilsugæslunni og stjórnarmaður í Geðhjálp kom til okkar og ræddi þessi mál. Öryrkjabandalagið lýsti yfir miklum vonbrigðum með fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í byrjun október. Þá hefur bandalagið birt auglýsingar þar sem vísað er í frægt kökugerðarmyndband Bjarna Benediktssonar. Síðan þá hafa skotin, ef svo má segja, gengið á milli fjármálaráðherra og Öryrkjabandalagsins. Við heyrðum í Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formanni ÖBÍ. Forsetakosningar fóru fram í Bandaríkjunum í gær eins og alþjóð veit. Kristján Guy Burgess alþjóða stjórnmálafræðingur fór yfir helstu tíðindi að vestan með okkur. Við fórum svo suður til Spánar og heyrðum í tíðindamanni okkar þar, Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, sem sagði okkur af mótmælum, misheppnuðum framkvæmdum og poppsmelli miklum. Tónlist: Sigrún Stella - Sideways. Myrkvi - Gamechanger. Jón Jónsson - Dýrka mest. Tracy Chapman - Baby can I hold you. Magni - If I promised you the world. Helgi Björnsson - Lapis Lazuli. Hjálmar - Manstu. Dua Lipa - Physical. Travis - The only thing (ft. Susanne Hoffs).

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV