5. mars - Vetrarhátíð, málfar, hvunndagshetjur, fréttaspjall og hégómi - a podcast by RÚV

from 2021-03-05T06:50

:: ::

Vetrarhátíð við Mývatn er framundan en hátíðin hefur skipað sér sess sem einn skemmtilegasti vetrarviðburður Norðurlands, að sögn viðburðahaldara. Stundaðar eru hefðbundnar sem og óhefðbundnar vetraríþróttir og þar á meðal er Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands svo eitthvað sé nefnt. Við hringdum í Anton Frey Birgisson, heimamann sem er forsvarsmaður skíðasvæðisins og eigandi Geotravel snjósleðaleigu og hann sagði okkur frá fjörinu í Mývatnssveit. Við ræddum íslenskt mál við Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut, m.a. örnefnin Fjörður og Nesjar sem og nýyrði á borð við óróapúls. Viktoría Hermannsdóttir dagskrárgerðarkona leitar nú að hvunndags hetjum fyrir nýja þætti sína. Hún kíkti við hjá okkur og sagði okkur um hvað málið snýst og hvert má snúa sér með ábendingar. Í dagskráliðinn fréttir vikunnar þennan föstudaginn fengum við tvo valinkunna fréttamenn sem nýlega skiptu um starfsvettvang. Þau Lára Ómarsdóttir, fyrrum fréttamaður á RÚV og í Kveik og Jóhann K. Jóhannsson, sem er aftur kominn á fréttastofu Stöðvar2 eftir nokkra mánuði hjá Almannavörnum. Og svo var það Hégómavísindahornið sívinsæla með Frey Gígju Gunnarssyni þar sem málefni bresku konungsfjölskyldunnar voru til umræðu. Tónlist: Jón Ólafsson - Frétt númer þrjú. Michael Kiwanuka - One more night. Nik Kershaw - The riddle. The Housemartins - Happy hour. U2 - Angel of Harlem. Queen - I want it all. Mono town - Peacemaker.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV