5. nóv - Rafíþróttir, heilbrigðisráðherra, atvinnumál og athafnakonur - a podcast by RÚV

from 2021-11-05T06:50

:: ::

Lokaorrustan í heimsmeistaramótinu í tölvuleiknum League of Legends verður háð í Laugardalshöll á morgun. Við ræddum við Ólaf Hrafn Steinarsson, formann Rafíþróttasamtaka Íslands, um mótið og sívaxandi vinsældir rafíþrótta. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í gær að framlengja óbreytta reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum til 15. janúar. Við ræddum við Svandísi um stöðuna í faraldrinum og um stjórnarmyndunarviðræður. Atvinnumál gerenda eða annarra sem hafa af einhverjum sökum misst æruna, hafa verið áberandi í vikunni í kjölfar viðtalsins við Þóri Sæmundsson leikara á þriðjudag. Við ræddum þessi atvinnumál almennt og fengum til okkar Kristjönu Gunnarsdóttur skrifstofustjóra ráðgjafar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Og upp úr klukkan átta voru Fréttir vikunnar á sínum stað. Að þessu sinni er af nægu að taka. Hingað komu blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson af Vísi og Aðalheiður Ámundadóttir einn fréttastjóra Fréttablaðsins. Í byrjun næstu viku halda Ungar athafnakonur úrslit í mótinu Global Goals World Cup. Við ræddum við Kristjönu Björk Barðdal, ráðstefnustjóra Ungra athafnakvenna, og Kristínu Sverrisdóttur, viðskiptastjóra samtakanna. Í lok þáttar sláum við svo heldur betur á létta strengi, eða jafnvel tregafulla því hinar sívinsælu Skoppa og Skrítla eru að leggja skóna á hilluna. Leikkonurnar að baki Skoppu og Skrítlu, þær Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir komu til okkar og fóru yfir ferilinn.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV