6. sept. - Heimildamynd, Skaftárhlaup, dans, ABBA sýning og sport - a podcast by RÚV

from 2021-09-06T06:50

:: ::

Heimildamyndin Kortér yfir sjö verður frumsýnd í vikunni, en hún lýsir borgarlífinu í Reykjavík á 6. áratugnum með áherslu á árið 1955 og einu harðvítugasta verkfalli Íslandssögunnar. Myndir skartar eldra filmuefni úr ólíkum áttum, m.a. myndefni sem ekki hefur sést síðan á þessum tíma. Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri og annar handritshöfunda myndarinnar kom til okkar í spjall. Hlaup er hafið úr Eystri Skaftárkatli en hlaup úr þeim vestari hefur verið í gangi síðustu daga. Við hringdum í Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. til að fá nánari fréttir. Við spurðum líka út í landris við Öskju og hléið eða endalokin, hver veit, á gosinu í Geldingadölum, en enginn virkni hefur verið síðan á fimmtudag. Við töluðum svo aðeins um dans, nánar tiltekið dansverkið Dagdrauma sem ætlað er börnum. Dagdraumar er annað verk tvíeykisins Ingu Marenar og Júlíönnu Láru en þær hafa starfað saman lengi. Við hringdum í Ingu Maren Rúnarsdóttur, sem er stödd í Danmörku, heyrðum aðeins af Dagdraumum og því verkefni sem hún er að vinna að í Danmörku og nýttum tækifærið til að spyrja hana út í mannlífið þar ytra, en Danir hafa nú aflétt öllum Covid takmörkunum. Það fór varla framhjá nokkrum manni að fyrir helgi snéri sænska ofur poppsveitin ABBA aftur með tvö ný lög og kynningu á væntanlegri tónleikasýningu. Herlegheitin voru kynnt með viðhöfn á viðburðum víða um heim, m.a. hér á Íslandi, eins og við heyrðum af hér í þættinum sl. föstudag, en Íslendingar komu víðar við í þessu verkefni og ein þeirra er Svana Gísladóttir sem búsett er í London og starfar þar. Við heyrðum í Svönu og fengum að vita hvað hún er að gera með ABBA og hvernig er að kom að slíku risaverkefni. Við spáðum svo aðeins í íþróttir helgarinnar, en þar var nóg um að vera eins og endranær. Edda Sif Pálsdóttir fór yfir það helsta með okkur. Tónlist: Snorri Helgason - Haustið 97. Hall and Oates - Say it isnt so. The La's - There she goes. Friðrik Dór - Hringd í mig. Queen - Love kills. ABBA - Dont shut me down. Ed Sheeran - Bad habits. Sprengjuhöllin - Glúmur. Silk Sonic - Skate. Cease Tone, Rakel og JóiPé - Ég var að spá. Duran Duran - Anniversary.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV