7. maí - Umdeild hlið, Lífsbókin, Álfasala, fréttaspjall, hégómavísind - a podcast by RÚV

from 2021-05-07T06:50

:: ::

Í sjónvarpsfréttum í vikunni kom fram að Skógræktarfélag Eyfirðinga setur sig upp á móti hliðum sem setja á upp við fjölfarinn útivistarstíg á Akureyri. Framkvæmdarstjóri félagsins segir hliðin geta skapað hættu og gagnrýnir forsvarmenn hestamanna, en hliðin eru tilkomin að beiðni hestamanna í bænum þar sem þarna mætast útivistarstígur og reiðstígur. Til að ræða þetta fékk Gígja Hólmgeirsdóttir til sín í hljóðstofu fyrir norðan Dagbjart Halldórsson, formann hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Við heyrðum af Lífsbókinni, frumkvöðlaverkefni sem verið er að hleypa af stokkunum og tengist öðru slíku, Tré lífsins. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir stofnandi Trés lífsins kom til okkar og sagði okkur nánar um hvað þetta snýst. Álfasala SÁÁ hefur verið mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna í 30 ár. Hún fór af stað í gær eftir frestanir sem eru tilkomnar vegna heimsfaraldursins. Við fengum Einar Hermannsson formann samtakanna til okkar í morgunkaffi og ræddum álfasöluna, áhrif faraldursins á starfsemina og nýlega ákvörðun um að draga SÁÁ út úr rekstri spilakassa. Við tókum svo spjall um fréttir vikunnar við góða gesti sem að þessu sinni voru þær Selma Björnsdóttir tónlistarkona og leikstjóri og Arna Pálsdóttir lögmaður. Og í lokin litum við svo inn í Hégómavísindahorn Freys Gígju Gunnarssonar og fengum nýjustu tíðindi af ríka og fræga fólkinu. Tónlist: Ellen Kristjáns og John Grant - Veldu stjörnu. Van Morrison - Only a song. Daði og Gagnamagnið - 10 years. KK og Maggi Eiríks - Á sjó. Selma Björns - Undir stjörnum. Björk - Army of me. Eminem - Lose yourself.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV