7. okt.- Ráðstefna, orkudrykkir, framhaldsskólar, velferðarsvið, Spánn - a podcast by RÚV

from 2020-10-07T06:50

:: ::

AlheimsráðstefnanTrú fyrir jörðina - Fjöltrúarlegar aðgerðir, hófst í Skálholti í fyrradag, en þar koma saman, á netinu, leiðtogar heimstrúarbragða til að bræða saman sameiginlegar aðgerðir til bjargar umhverfi og loftslagsþróun. Þetta er í fyrsta skipti sem allir þessir aðilar koma saman í svona nánu samtali um eitt mikilvægasta viðfangsefni sem allir jarðarbúar standa frammi fyrir og við heyrðum í Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi í Skálholti sem tekur þátt í ráðstefnunni. Töluvert hefur verið rætt um neyslu íslenskra ungmenna á orkudrykkjum og áhrif þeirra á heilsu og líðan. Matvælastofnun óskaði eftir að nýskipuð Áhættumatsnefnd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins framkvæmdi áhættumat hvað þetta varðar og í dag verða niðurstöður úr 8.-10. bekk kynntar. Þau Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og næringafræðideild Háskóla Íslands og Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar komu til okkar og sögðu okkur frá helstu niðurstöðum og hvað gera á með þær. Veirufaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja reynast mörgum erfiðar. Meðal þeirra sem hafa þurft að takast á við miklar breytingar eru framhaldsskólanemendur sem margir hverjir misstu af útskriftarferðum sínum sl. vor, hafa þurft að stunda námið að miklu leyti heiman frá sér, fá ekki að stunda hefðbundið félagslíf eða ná jafnvel ekki að kynnast öllum sínum bekkjarfélögum. Jóhann Þór Lapas er á lokaári sínu í Verslunarskóla Íslands og við heyrðum aðeins í honum um þennan raunveruleika unga fólksins og hvernig þeim gengur að höndla hann. Við hringdum í Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en 21 starfsmaður sviðsins er með Covid og 45 í sóttkví að auki. Vöxtur faraldursins hefur mikil áhrif á sviðið og mikil vinna fer í að manna stöður. Regína fór yfir stöðuna með okkur. Jóhann Hlíðar Harðarson flutti okkur tíðindi frá Spáni og nærsveitum og þar kom covid við sögu, ásamt raunverulegri sápuóperu. Tónlist: Snorri Helgason - Einsemd. Jón Jónsson - Kiss in the morning. Hipsumhaps - Bleik ský. Albatross - Já það má. Vök - Spend the love. Queen - I want to break free. Hjálmar - Segðu já. J. Lo - Jenny from the block. Van Halen - Jump.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV