7. okt. - Ullarvika, mannauður, vaxtahækkun, heilsuefling og húðflúr - a podcast by RÚV

from 2021-10-07T06:50

:: ::

Þessa dagana stendur yfir Ullarvika á Suðurlandi þar sem sjónum er beint að íslenskri ull sem býr yfir ótal mögnuðum eiginleikum. Fjöldi viðburða af ýmsum toga, gleði og fróðleikur einkenna vikuna og við heyrðum í Margréti Jónsdóttur sem er ein þeirra sem standa að baki Ullarvikunni og fengum að vita meira. Hinn árlegi Mannauðsdagur er á föstudaginn, en þá fagnar fólk sem starfar við mannauðsstjórnun deginum með ráðstefnu í Hörpu. Mikið hefur mætt á mannauðsfólki í heimsfaraldrinum og ekki síður nú þegar við siglum út úr honum og koma þarf vinnustöðum, starfsfólki og vinnustaðamenningu aftur á góðan stað eftir krefjandi tíma. Þau Ásdís Eir Símonardóttir formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks, og Hróar Hugosson stjórnarmaður komu til okkar. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í gær en forseti ASÍ hefur lýst aðgerðinni sem ógn við húsnæðisöryggi fólks. Til okkar kom Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum og fór yfir það hvernig stýrivaxtahækkunin hefur áhrif á greiðslubyrði fólks með húsnæðislán, hvaða nafni sem þau heita. Farið var að keyra viðmið og verklag fyrir Heilsueflandi vinnustaði á nokkrum vinnustöðum í tilraunaskyni í fyrra. Nú er þeirri tilraun lokið og viðmiðin verða kynnt og gerð aðgengileg öllum fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. En hvað felur verkefnið í sér, hvað þurfa vinnustaðir til að bera til að geta talist heilsueflandi? Þær Ingibjörg Loftsdóttir hjá VIRK og Inga Berg Gísladóttir hjá Embætti landlæknis sögðu okkur frá. Við forvitnuðumst svo um tattoo festival eða húðflúrs hátíð sem fram fer í Iðnó um helgina. Fjölnir Bragason stendur að baki gleðinni og hann kíkti til okkar og sagði okkur meira af því hvað fram fer á slíkri hátíð. Tónlist: Grafík - Prinsessan. Michael Kiwanuka - Cold little heart. Hjálmar - Yfir hafið. Lón - Earthquake. Emilíana Torrini - Big jumps. Janelle Monae - Make me feel. Una Schram - Crush. Helgi Björnsson - Ég skrifa þér ljóð á kampavínstappa. Elton John - Im still standing. Flott - Mér er drull.

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV