9. des - Sameining, jólatré, skák, brottkast, tölvuleikir og efnahagur - a podcast by RÚV

from 2021-12-09T06:50

:: ::

Á fundi bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar í dag liggur fyrir tillaga um að hefja formlegar sameiningarviðræður milli bæjarfélagsins og Helgafellssveitar. Við ræddum við Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóra um fyrirhugaðar breytingar á svæðinu. Nú eru eflaust flest búin að ákveða hvar þau verða sér úti um jólatréið í ár, hvort sem það er geymt í kassa í geymslunni, keypt í næstu blómabúð eða sótt í skógræktina. Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi var á línunni hjá okkur og fór yfir allt það sem þarf að hafa í huga þegar sækja á jólatré. Heimsmeistaramótið í skák stendur yfir um þessar mundir og nú bendir allt til þess að norðmaðurinn ungi Magnús Carlsen verji titilinn og knésetji andstæðing sinn, hinn rússneska Ian Nepomniachti. Björn Þorfinnsson skákmaður og ritstjóri hefur fylgst með hverri hreyfingu skákmannanna í einvíginu og kom til okkar til að ausa úr viskubrunnum sínum um skák. Fiskistofa hefur uppgötvað tíu sinnum fleiri brottkastsmál í ár en í fyrra, með því að nota dróna við eftirlitið. Við ræddum við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um brottkastið og fyrirhugaðar breytingar á fiskeldi hér á landi. Davíð Kjartan leit við hjá okkur og sagði frá bandarísku verðlaunahátíðinni The Game Awards sem fer fram í Los Angeles í nótt, að íslenskum tíma, þar kennir ýmissa grasa. Svo nálgast jólin, með tilheyrandi álagi, og þá geta tölvuleikir bjargað sálarlífinu. Í gærmorgun kynnti fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans greiningu sína á efnahagsástandinu og sagði stöðugleika í landinu góðan þó óvissa sé í kortunum út af Covid faraldrinum. Við ræddum við Jón Bjarka Bentsson um stöðuna. Tónlist: Katrín Halldóra - Gleðileg jól Michael Bublé - Cold December Night Svala of Friðrik Ómar - Annríki í Desember Dolly Parton - Jolene Ástarsæla - Júníus Meyvant Það eru jól - Sigurður Guðmundsson

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV