9. nóv. - Kvenleiðtogar, hraðakstur, ríkisstjórn, Skrekkur, kirkjan - a podcast by RÚV

from 2021-11-09T06:50

:: ::

Ráðstefnan Reykjavík Global forum - Women leaders hófst í Hörpu í dag en þar koma saman leiðtogar víðsvegar að úr heiminum til að ræða risavaxin málefni á borð við loftslagsbreytingar, heilbrigðismál og frumkvöðlastarf. Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders sem heldur ráðstefnuna og hún kíkti til okkar til að ræða hvað fer fram á ráðstefnunni. Vísir greindi frá því í gær að hraðamyndavélin á Sæbraut í Reykjavík hafi náð hraðakstri tæplega 4.700 ökumanna á mynd frá ársbyrjun - og sektargreiðslur sem rekja má til vélarinnar hlaupa á tugum milljóna. Við ræddum við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra hjá umferðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um sektargreiðslur, umferðaröryggi og vetrarfærðina framundan. Formenn ríkisstjórnarflokkanna eru byrjaðir að skrifa nýjan stjórnarsáttmála en þeir hafa fundað í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðustu daga. Lítið hefur verið gefið upp um efni viðræðanna en fram hefur komið að ný ríkisstjórn verði ekki kynnt fyrr en eftir að niðurstaða undirbúningskjörnefndar liggur fyrir. Við ræddum við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um gang viðræðna og hvað Framsókn vill leggja áherslu á næstu árin. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup treysta einungis 15 prósent landsmanna biskup Íslands, Agnesi M Sigurðardóttur, og þriðjungur Þjóðkirkjunni. Traust til kirkjunnar og starfsfólks hennar hefur dregist verulega saman síðustu tvo áratugi og aldrei hefur minna hlutfall þjóðarinnar verið skráð í kirkjuna. Til okkar kom Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum og staðgengill Agnesar, til að ræða málefni kirkjunnar og þetta mikla vantraust sem blasir við. Lið Árbæjarskóla stóð uppi sem sigurvegari þegar keppt var til úrslita í Skrekk, hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík, í kvöld. Atriði nemendanna úr Árbæjarskóla nefnist Annað viðhorf. Við ræddum við Helgu Hrund Ólafsdóttur og Baldur Björn Arnarsson, fulltrúa Árbæjarskóla. Annan hvern þriðjudag fáum við til okkar Guðmund Jóhannsson til að fara yfir það allra helsta í heimi tækninnar. Sýndarveruleiki Facebook kom við sögu í dag en einnig nýja átakið Reddum málinu. Tónlist: Sunnyroad - Emiliana Torrini Justified - Kacey Musgraves Pleasant ship - Kiriyama family Easy on Me - Adele Segðu mér - Friðrik Dór Midnight Train to Georgia - Gladys Knight Kartöflur - Sigurður Guðmundsson Put your records on - Corinne Bailey Rae Rocky Trail - Kings of Convenience Love Again - Dua Lipa

Further episodes of Morgunútvarpið

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV