Alþingi, ferðalög og íslensk tunga - a podcast by RÚV

from 2021-12-03T06:50

:: ::

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir þingstörfin í vikunni sem er að líða en ný ríkisstjórn var kynnt á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Fjárlagafrumvarpið var kynnt á þriðjudag og rætt á Alþingi í gær. Áður en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í gær var Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðuþingmönnum fyrir að hafa sent frumvarpið út til umsagnar án þess að nefndin hefði sjálf komið saman. Bjarkey baðst afsökunar á því; hún hefði talið sig breyta þar í samræmi við hefð - nefndin gæti farið yfir málið á sínum fyrsta fundi og bætt við ef til þess þætti ástæða. Fjárlaganefnd fundar í dag og síðan er þingfundur í framhaldinu. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, segir að svo virðist sem hægt hafi á bókunum flugfélaga vegna nýja kórónuveiruafbrigðisins, fólk haldi að sér höndum þegar kemur að vetrarferðum og að bókunartíminn sé að styttast. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa hert sóttvarnareglur á landamærum og fleiri ríki íhuga slíkt hið sama. Boeing Max farþegaþota flaug á miðvikudag með farþega frá Chicago til Washington DC. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær saknir að farþegaþotan var knúin áfram með lífefnaeldsneyti. Það kostar sitt og einhver flugfélög eru farin að bjóða farþegum að kolefnisjafna flugferðir sínar með kaupum á slíku eldsneyti frekar en að gróðursetja tré. Kristjana Vigdís Ingvadóttir hefur rannsakað þrautseigju íslenskunnar og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu. Kristjana er sagnfræðingur að mennt og hefur einnig lagt stund á nám í frönsku og ítölsku en ekki dönsku. Hún hefur kynnt sér dönskuna vel og söguna á bak við dönsku sem hluta af íslenskri tungu og áhyggjum af dönskuslettum. Tónlist: As times goes by ? Herbie Hancokc, Dexter Gordon o.fl. Hlustið góðu vinir - Diddú Syneta ? Bubbi Morthens Love will tear us apart ? Joy Division Ég lifi í draumi - Eyjólfur Kristjánsson Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV