Podcasts by Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Further podcasts by RÚV

Podcast on the topic Nachrichten

All episodes

Morgunvaktin
Tilnefndir sem uppfinningamenn ársins í Evrópu from 2023-05-12T06:50

Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus, eru tilnefndir sem uppfinningamenn ársins í Evrópu. Þeir þróuðu nýja tækni í augnlyfjagerð og vonast til þess að hún umbylti lyfjameðfe...

Listen
Morgunvaktin
Börn, dönsk málefni og rafbílar from 2022-03-02T06:50

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ræddi síðustu tvö ár í lífi barna á Íslandi þegar heimsfaraldur hafði gríðarleg áhrif á skólagöngu þeirra og frístundastarf. Á morgun hefst barnaþing þar sem um 1...

Listen
Morgunvaktin
Áhrif efnahagsþvingana og ný nálgun Þjóðverja from 2022-03-01T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um áhrif efnahagsþvingana á rússneskt samfélag sem og áhrifin sem þær hafa á ríki heims. Fastlega má gera ráð fyrir því að eldsneytisverð haldi á...

Listen
Morgunvaktin
Flóttinn frá Úkraínu, alþjóðamál og kjarnorkuvopn from 2022-02-28T06:50

Stríðið í Úkraínu á fimmta degi innrásar Rússa í grannríkið var til umfjöllunar á Morgunvaktinni í dag. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður er kominn til Póllands ásamt Ingvari Hauki Guðmundssyni...

Listen
Morgunvaktin
Úkraína og óveður í aðsigi from 2022-02-25T06:50

Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður RÚV, er á leiðinni út úr Kænugarði ásamt fleiri Íslendingum en rússneski herinn er kominn inn í borgina. Líkt og í gær var innrás Rússa helsta umræðuefnið á M...

Listen
Morgunvaktin
Rússar gera innrás inn í Úkraínu from 2022-02-24T06:50

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt tilkynnti forseti Rússlands, Vladimír Pútín, um innrás í Úkraínu og var innrásin helsta umfjöllunarefni Morgunvaktarinnar þennan morguninn eðli málsins samkvæmt. Me...

Listen
Morgunvaktin
Úkraína, Chagos-eyjar og Amtbókasafnið from 2022-02-23T06:50

Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði, fór yfir stöðu mála í samskiptum Rússlands og Úkraínu í kjölfar ákvörðunar Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta að staðfesta sjálfstæði Donetsk og Luhansk en ...

Listen
Morgunvaktin
Óveður, Úkraína og Berlín from 2022-02-22T06:50

Veðrið var mjög til umfjöllunar á Morgunvaktinni í dag ásamt Úkraínu. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, sagði frá þeim útköllum sem björgunarsveitir hafa sin...

Listen
Morgunvaktin
Obeldi og Lundúnaspjall from 2022-02-21T06:50

Ingólfur V. Gíslason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjallaði um ofbeldi og ástæður fyrir ofbeldi. Að hans sögn snýst ofbeldi í nánum samböndum oft um misvægi, það er annar aðilinn st...

Listen
Morgunvaktin
Kjörgengi, SAS og Passíusálmarnir from 2022-02-18T06:50

Guðmundi Inga Þóroddssyni var meinuðu þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Kjörstjórn flokksins mat framboð hans ógilt þar sem hann væri ekki kjörgengur, a...

Listen
Morgunvaktin
Loðnuveiðar, kvótakerfið, færeysk stjórnmál og verkalýðshreyfingin from 2022-02-17T06:50

Góður gangur er í loðnuveiðunum þessa dagana og afbragðs afli. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sagði frá veiðum og vinnslu og harmaði að þurfa að knýja v...

Listen
Morgunvaktin
Ástin, samúðarsátt, dönsk málefni og SÁÁ from 2022-02-16T06:50

Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og söngkona, fjallaði um ástina og ólíkar hliðar hennar. Í hádeginu í dag ætlar Brynhildur að flytja fyrirlestur um ástina og ýmislegt henni tengt í Bókasafni...

Listen
Morgunvaktin
Peningar, Berlínarspjall og morð í Reykjavík from 2022-02-15T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um hagnað bankanna og hugmynd Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að bankarnir ættu að létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um sem ho...

Listen
Morgunvaktin
Áfengi, Lundúnaspjall og mannúðarstarf kvenna from 2022-02-14T06:50

Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá embætti landlæknis, segir að áfengisneysla Íslendinga hafa aukist á undanförnum árum og sé mjög mikil meðal ungra karlmanna. Konur hafa ei...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðapistill og 1-1-2 from 2022-02-11T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir líflega viku á Alþingi en það er ekki þingfundur í dag né heldur í næstu viku þar sem þá er kjördæmavika. Á dagskrá Alþingis í vikunni sem er að...

Listen
Morgunvaktin
Dauðarefsingar, Heimsglugginn, kvikmyndir og sjónvarpsþættir from 2022-02-10T06:50

Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, ræddi dauðarefsingar í heiminum en þeim er langoftast framfylgt í Kína. Talið er að yfir þúsund, jafnvel þúsundir, séu tekin af...

Listen
Morgunvaktin
Menntavísindasvið, dúfur og byggðaþróun from 2022-02-09T06:50

Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sagði frá fyrirhuguðum flutningi sviðsins úr Stakkahlíð vestur á Hagatorg, nánar tiltekið á Sögu. Nemendum á menntavísindasv...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagur og samfélag, Berlínarspjall og Ólympíuleikarnir í Beijing from 2022-02-08T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ræddi meðal annars mögulega stýrivaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á morgun en greiningardeildir stóru bankanna gera ráð fyrir að þeir m...

Listen
Morgunvaktin
Spjall um færð og veður og Elísabet Englandsdrottning from 2022-02-07T06:50

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari í Vestmannaeyjum sagði frá veðrinu í Vestmannaeyjum í nótt en það blés hressilega þar líkt og víðast hvar á Suður- og Suðvesturlandi enda rauðar viðvaranir í gil...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, Bandaríkin og Svörtu sandar from 2022-02-04T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf Alþingis í vikunni sem er að líða. Mjög var rætt um Útlendingastofnun og ríkisborgararétt, sóttvarnareglur, búvörusamninga og nýja ráðuney...

Listen
Morgunvaktin
Rafmagn, Heimsgluggi og verbúðarlíf from 2022-02-03T06:50

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fór yfir stöðu mála í orkumálum landsins en mjög er rætt um skort á rafmagni vegna lélegs vatnsbúskapar þannig að það hefur þurft að skerða raforku til fyrirtæ...

Listen
Morgunvaktin
Nyt kúa, kalda stríðið, Danmörk og sameining from 2022-02-02T06:50

Guðrún Marinósdóttir bóndi á Búrfelli í Svarfaðardal, rekur myndarlegt mjólkurbú ásamt Gunnari Þór Þórissyni en annað árið í röð er meðalnyt kúa mest hjá þeim. Að meðaltali rúm 8,9 tonn. Galdurinn ...

Listen
Morgunvaktin
Verðbólga, Berlínarspjall og ábyrg ferðaþjónusta from 2022-02-01T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir nýjustu verðbólgutölur en verðbólgan hefur ekki mælst jafn há á ársgrundvelli og nú í tæpan áratug. Aftur á móti er verðbólgan mun minni ef húsnæ...

Listen
Morgunvaktin
Viðskiptaþvinganir, Lundúnaspjall og geimurinn from 2022-01-31T06:50

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fór yfir viðskiptaþvinganir og aðrar refsiaðgerðir sem beitt er gagnvart bæði ríkjum og samtökum. Yfirleitt eru þessar viðskipta...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðalög og vellíðan from 2022-01-28T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf þingsins í vikunni en þar var meðal annars rætt um strandveiðar og kvótakerfið, sóttvarnareglur, ríkisborgararétt og fleira. Kristján Sigu...

Listen
Morgunvaktin
Sundabraut, Heimsgluggi og Úkraína from 2022-01-27T06:50

Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar og formaður starfshóps um Sundabraut, ræddi lagningu Sundabrautar og hvert framhaldið verður en í vikunni var kynnt niðurs...

Listen
Morgunvaktin
Verðmætar persónuupplýsingar, höfuðborgir og stjórnmál from 2022-01-26T06:50

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði frá helstu söluvöru heimsins í dag - persónuupplýsingar þeirra sem eru á samfélagsmiðlum og leita upplýsinga í leitarvélum á borð við Google. Miðl...

Listen
Morgunvaktin
Bankasala, Berlín og sóttvarnalög from 2022-01-25T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir væntanlega sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en Bankasýsla ríkisins hefur sent fjármálaráðherra tillögu um sölumeðferð á eignarhlutnum í bankan...

Listen
Morgunvaktin
Líðan kennara, Lundúnaspjall og ferðalög þorksins from 2022-01-24T06:50

Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir og Edda Guðmundsdóttir eru báðar kennarar að mennt. Þær sögðu frá líðan og tilfinningum kennara. Hvernig kennarastarfið hefur breyst og tilætlunarsemi foreldra í samski...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðalög og handbolti from 2022-01-21T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf þingsins í vikunni sem er að líða, umræðu um sóttvarnareglur, Mílu og fjarveru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Kristján Sigurjónss...

Listen
Morgunvaktin
Misskipting, Heimsgluggi og oxycontin from 2022-01-20T06:50

Henry Alexander Henrysson heimspekingur var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar og ræddi um þann samtakamátt sem hefur einkennt margar þjóðir undanfarin tvö ár. Á sama tíma hafa ríki Afríku og hluta As...

Listen
Morgunvaktin
Nýjung í námi, dönsk málefni og skipulagsmál from 2022-01-19T06:50

Kristín Jónsdóttir, dósent og forseti deildar kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, og Susan Rafik Hama, lektor við sömu deild, sögðu frá nýju átaksverkefni sem miðar að því að fjölga ken...

Listen
Morgunvaktin
Eignir, Berlínarspjall og sameiningarviðræður from 2022-01-18T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, rýndi í tölur yfir álagningu einstaklinga og lögaðila frá árinu 2020 og var fjallað um af Páli Kolbeins í riti Skattsins, Tíund, nýverið. Jafnframt talaði...

Listen
Morgunvaktin
Dalatangi, Læknar, Lundúnaspjall og Eyþór from 2022-01-17T06:50

Marzibil Erlendsdóttir, vitavörður og veðurathugunarmaður, sagði frá lífinu á Dalatanga en fyrir 30 árum var næstum 19 stiga hiti á Dalatanga. Það var hitamet í janúar, aldrei hafði mælst jafn hár...

Listen
Morgunvaktin
Danadrottning, ferðalög og eftirherma from 2022-01-14T06:50

Helga Hauksdóttir, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, sagði frá Margréti Þórhildi Danadrottningu en í dag eru fimmtíu ár liðin frá því hún tók við völdum af föður sínum Friðriki 9. er hann lést ef...

Listen
Morgunvaktin
Beggja vegna Ermarsundsins og Ella Fitzgerald from 2022-01-13T06:50

Kristín Jónsdóttir, kennari við Sorbonne-háskóla í París og leiðsögumaður, sagði frá stöðu mála í Frakklandi en öldungadeild franska þingsins samþykkti í nótt umdeilt frumvarp til laga sem gerir ób...

Listen
Morgunvaktin
Jafnrétti, Kasakstan og lögreglan from 2022-01-12T06:50

Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir alvarlegasta vandamálið í samskiptum og stöðu karla og kvenna á Íslandi vera ofbeldi sem konur hafa þurft að sæta af hálfu ka...

Listen
Morgunvaktin
Kvótakerfið, ferðaþjónusta og heilsuvernd eldri borgara from 2022-01-11T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir sögu kvótakerfisins í tilefni af sýningu þáttaraðarinnar Verbúðin í Sjónvarpinu. Lög um kvótakerfið tóku gildi árið 1984 og framsal aflaheimilda ...

Listen
Morgunvaktin
Fámenni, Bretland og Bandaríkin from 2022-01-10T06:50

Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá nýrri könnun sem hann vann ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Í henni var metið hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á lands...

Listen
Morgunvaktin
Guðmundar- og Geirfinnsmálið, ferðalög og Rússland from 2022-01-07T06:50

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður fór yfir stöðuna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og framvindu þess í réttarkerfinu. Fyrr í vikunni ógilti Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðun endurupptökunefndar um að ha...

Listen
Morgunvaktin
Óveður, hafís, Heimsgluggi og þrettándinn from 2022-01-06T06:50

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði, segir að veðrið hafi ekki verið eins slæmt þar í nótt og víða annarsstaðar. Bálhvasst var á Snæfellsnesi í gær og féll kennsla niður í skólum Snæf...

Listen
Morgunvaktin
Holland, Kópavogur, Danmörk og Akureyri from 2022-01-05T06:50

Edward Huijbens, prófessor í menningarlandafræði við háskólann í Wageningen, fór yfir stöðuna í Hollandi en þar eru í gildi strangar sóttvarnareglur sem eiga að gilda fram í miðjan janúar. Edward s...

Listen
Morgunvaktin
Veður á Austurlandi, hlutabréf og íbúðir, kjarnorka og evra og börn from 2022-01-04T06:50

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, ræddi um færðina fyrir austan í gær og veðrið. Mjög gott vetrarveður er á Egilsstöðum í dag eftir vonskuveður gærdagsins. Þannig að hægt er að bjóða upp ...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagshorfur, Lundúnaspjall og minningar.is. from 2022-01-03T06:50

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fór yfir ástand og horfur í efnahagsmálum á nýju ári. Bæði á Íslandi og í útlöndum. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um stjórnmálin í Bre...

Listen
Morgunvaktin
Stjórnmál, menning og raddir kvenna og barna from 2021-12-31T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir stjórnmálin á árinu. Þingkosningar, talninguna í Norðvestur-kjördæmi og myndun ríkisstjórnar. Þingmálin sem ekki náðust í gegn og óvenju stutt þ...

Listen
Morgunvaktin
Landspítali, persónuvernd og peningar from 2021-12-30T06:50

Már Kristjánsson, yfirlæknir og formaður farsóttarnefndar, fór yfir stöðuna á Landspítalanum og horfur næstu vikur. Það stefnir í að smittoppnum verði náð í kringum þrettándann í omikrón-bylgjunni ...

Listen
Morgunvaktin
Eldgos, dýr og tré from 2021-12-29T06:50

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir ómögulegt að segja til um hvort jarðskjálftahrinan sem nú er á Reykjanesskaganum fjari út eða endi með eldgosi. Ef af gosi verður má búast við því á svi...

Listen
Morgunvaktin
Börn, Þýskaland og Kúba from 2021-12-28T06:50

Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna og fjölskyldustofu, fór yfir þær breytingar sem verða á þjónustu við börn og barnafjölskyldur um áramótin. Barnaverndarnefndir verða ekki til eins og þær eru ...

Listen
Morgunvaktin
Norðurljósin, Læknar án landamæra og Finnland from 2021-12-27T06:50

Endurflutt viðtal við Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands um norðurljósin, Snorra Sturluson, Gylfaginningu og fleira. Lára Jónasdóttir sagði frá starfi mannúðarsamtakanna Lækn...

Listen
Morgunvaktin
Jól í farsóttarhúsi, Spáni og á Hólum í Hjaltadal from 2021-12-24T06:50

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að um 200 manns séu í farsóttarhúsum þennan morguninn. Von er á mun fleirum í dag og stefnir í að farsóttarhúsin fjögur fyllist fljótlega ...

Listen
Morgunvaktin
Fæðing Jesú, dönsk jól og jólaundirbúningur við Eyjafjörð from 2021-12-22T06:50

Séra Þórhallur Heimisson, prestur í Svíþjóð, sagði frá kenningum um fæðingu Jesú, mótsagnir og misskilning í sögum guðspjallanna af fæðingu Jesú. Svo virðist sem Jesú hafi ekki fæðst á jóladag, ekk...

Listen
Morgunvaktin
Fjármál, Þýskaland og út í geim from 2021-12-21T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir fjármál stjórnmálaflokkanna en staða þeirra hefur batnað mjög frá því ný lög voru sett undir lok árs 2017. Þórður Snær fjallaði einnig um þróuni...

Listen
Morgunvaktin
Kynjahalli, bresk stjórnmál og afbrot from 2021-12-20T06:50

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, segir mikinn kynjahalla ríkja í upplýsingatæknigeiranum og til þess að reyna að rétta hann af hefur Advania farið þá leið að auglýsa sérstaklega eftir fólki af...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðalög og Jón Indíafari from 2021-12-17T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttaritari fór yfir þingstörfin í vikunni sem er að líða. Fjárlagafrumvarpið verður rætt áfram sem og fjáraukalög. Málefni fátækra voru ofarlega á baugi í umræðum ...

Listen
Morgunvaktin
Framsóknarflokkurinn, Heimsglugginn, ljóð og tónlist from 2021-12-16T06:50

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, fór yfir sögu Framsóknarflokksins en flokkurinn afmæli í dag. Hann var stofnaður 16. desember 1916 og er því orðinn 105 ár...

Listen
Morgunvaktin
Heimilisleysi, Elon Musk og Byggðasaga Skagafjarðar from 2021-12-15T06:50

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sagði frá stöðu heimilislausra í Reykjavík sem hefur batanð undanfarin ár. Um 300 einstaklingar eru heimilislausir í Reykjavík. R...

Listen
Morgunvaktin
Frumkvöðlar, herská andspyrna og Suðurskautslandið from 2021-12-14T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir velgengi ýmissa fyrirtækja sem falla undir fjórðu stoðina. Frumkvöðlafyrirtæki sem byrjuðu smátt en hafa vaxið og dafnað undanfarin ár. Þórður Sn...

Listen
Morgunvaktin
Réttritun, Bretland og fjárlög from 2021-12-13T06:50

Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, ritstjóri Stafsetningarorðabókarinnar og Málfarsbankans, er vel að sér í stafsetningarreglum og öllu sem snýr að málfari. Íslensk réttritun er nýtt rit sem hann hefur ...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðalög og skák from 2021-12-10T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir vikuna sem er að líða á Alþingi. Svo sem fjárlagafrumvarpið sem væntanlega verður ekki afgreitt fyrr en undir lok árs. Kristján Sigurjónsson, ri...

Listen
Morgunvaktin
Heilsugæslan, Heimsglugginn og Vestmannaeyjar from 2021-12-09T06:50

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar því að auka á hlut heilsugæslunnar í nýjum stjórnarsáttmála. Hann telur að það sé helst á sviði grunnþjónustu heilsugæslunnar s...

Listen
Morgunvaktin
Í Austurvegi, Danmörk og fjárhagur Akureyrarbæjar from 2021-12-08T06:50

Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri þekkir vel til í Austurvegi og fór yfir rætur þessara deilna sem nú eru milli vestrænna ríkja og Rússlands. Upphafið má rekja til ákvörðunar...

Listen
Morgunvaktin
Fjárlög, ný ríkisstjórn Þýskalands og Grímsvötn from 2021-12-07T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir helstu atriði fjárlagafrumvarps næsta árs en samkvæmt því verður ríkissjóður rekinn með 169 milljarða króna halla á næsta ári. Arthúr Björgvin Bo...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, Lundúnapistill og Wagner from 2021-12-06T06:50

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, fóru yfir fyrstu dagana á þingi en þeir eru báðir nýir þingmen...

Listen
Morgunvaktin
Alþingi, ferðalög og íslensk tunga from 2021-12-03T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir þingstörfin í vikunni sem er að líða en ný ríkisstjórn var kynnt á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Fjárlagafrumvarpið var kynnt á þriðjudag og rætt á...

Listen
Morgunvaktin
Frönsk og suðuramerísk stjórnmál og íslensk stjórnsýsla from 2021-12-02T06:50

Torfi H. Tulinius, prófessor við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, sagði frá fyrirlestrarröð sem hann var með við Collège de France í París, einum virtasta rannsóknaskóla Frakklands nú í...

Listen
Morgunvaktin
Verðbólga og vextir, Barbados og Akureyrarakademían from 2021-12-01T06:50

Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur fór yfir aðgerðir seðlabanka til að stemma stigu við verðbólgu sem mælist mikil víða um heim. Hér á landi hefur Seðlabanki Íslands ítrekað hækkað vexti en stóra...

Listen
Morgunvaktin
Stjórnarsáttmálar á Íslandi og Þýskalandi og kosningakerfið from 2021-11-30T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir efnahagsmálin í nýjum stjórnarsáttmála. Þar á meðal lækkun skatta, eignasölu ríkiseigna, svo sem hlutabréf í bönkum og endurgreiðslur, til að myn...

Listen
Morgunvaktin
Nýr stjórnarsáttmáli, Lundúnaspjall og jöfn laun from 2021-11-29T06:50

Willum Þór Þórsson er nýr heilbrigðisráðherra og hann tekur við lyklavöldum í ráðuneytinu nú fyrir hádegi. Hann fór yfir helstu verkefnin sem eru framundan hjá honum í starfi. Landspítalinn er þar ...

Listen
Morgunvaktin
Kjörbréf þingmanna, afturvirkni laga og Bítlarnir from 2021-11-26T06:50

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir stöðuna á Alþingi en á tíunda tímanum í gærkvöldi samþykkti meirihluti þingmanna kjörbréf þingmanna í öllum kjördæmum. Fastlega er gert ráð fyri...

Listen
Morgunvaktin
Farsóttir, hlífðarbúningar og heimsgluggi from 2021-11-25T06:50

Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítalans, fór yfir vinnuskilyrði starfsfólks spítalans sem hefur þurft að klæðast sérstökum hlífðarbúningi við störf sín...

Listen
Morgunvaktin
Pólitík, danski Þjóðarflokkurinn og útlendingahatur from 2021-11-24T06:50

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati og Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki fóru yfir stöðuna í pólitíkinni, ekki síst í Norðvesturkjördæmi. Hvort kjósa eigi að nýju eða seinni talni...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagsmál, Covid í Þýskalandi og Sameinuðu þjóðirnar from 2021-11-23T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir helstu atriði Peningamála en Seðlabanki Íslands gaf ritið út í síðustu viku, sama dag og peningastefnunefnd bankans hækkaði meginvexti um 0,5 pró...

Listen
Morgunvaktin
Félagslegir þættir og loftslagsmál, Lundúnaspjall og félagsráðgjöf from 2021-11-22T06:50

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur og dósent við háskólann í Malmö, hefur rannsakað hvernig ríkisstofnanir á Norðurlöndunum og Evrópusambandið vinna með félagslega þætti eins og kyn,...

Listen
Morgunvaktin
Staðan á Landspítala, hárautt Ísland og stjórnmálin from 2021-11-19T06:50

Alma Möller landlæknir segir að ástandið á Landspítalanum hafi oft verið slæmt, einkum og sér í lagi á bráðamóttöku og gjörgæsludeildum, en ekki eins og það er núna. Unnið er að því að bæta þann va...

Listen
Morgunvaktin
Sameiningar, krabbamein, dönsk stjórnmál og skipulagsmál from 2021-11-18T06:50

Finnur Ólafsson, oddviti Kaldraneshrepps, sagði frá hugmyndum um sameiningu sveitarfélaga en í gærkvöldi var haldinn íbúafundur í samkomuhúsinu á Drangsnesi þar sem meðal annars var rætt um möguleg...

Listen
Morgunvaktin
Stúdentafélag Reykjavíkur, Saif Gaddafi og þunglyndi from 2021-11-17T06:50

Tryggvi Agnarsson formaður Stúdentafélags Reykjavíkur, fór yfir sögu félagsins sem fagnar 150 ára afmæli um þessar mundir. Félagið var stofnað til að efla samheldni og auka framfarahug námsmanna o...

Listen
Morgunvaktin
Peningar, þýsk og íslensk tunga from 2021-11-16T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir hækkun á íslenskum hlutabréfamarkaði og þá þýðingu sem það hefur á virði eigna stærstu fjárfestingarfélaga landsins. Vaxtaákvörðunardagur hjá Se...

Listen
Morgunvaktin
Ljósleiðarar, Lundúnaspjall og staðan á Landspítala from 2021-11-15T06:50

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að mögulega þurfi að leggja nýjan ljósleiðara hringinn í kringum landið til að tryggja öryggi og mæta álagi. Nú eru 130 þúsund heimil...

Listen
Morgunvaktin
Matarsóun, flugfargjöld og pólitíkin í dag from 2021-11-12T06:50

Þorsteinn Ingi Víglundsson, forstjóri ThorIce, ræddi matarsóun og umhverfismál en fyrirtæki hans, ThorIce, var tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Lausnir fyrirtækisins miða að kæla hr...

Listen
Morgunvaktin
Peningar, Færeyjar og Billie Holiday from 2021-11-11T06:50

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá Íslandsbanka, hefur lengi velt fyrir sér ýmsu er varðar peninga. Bók hans Peningar kom nýverið út og þar er fjallað um peninga frá ýmsum hliðum. Bókin og sv...

Listen
Morgunvaktin
Rafeldsneyti, dönsk málefni og skólamál í Reykjavík from 2021-11-10T06:50

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi og hefur þar meðal annars tekið þátt í pallborðsumræðum um rafeldsneyti. Að mati forstjóra ...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagur og samfélag, Berlínarspjall og Heimsþing kvenleiðtoga from 2021-11-09T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir afkomu stærstu tæknifyrirtækja heims í samanburði við önnur fyrirtæki en staða þeirra varð enn betri á tímum heimsfaraldurs. Hann ræddi einnig um...

Listen
Morgunvaktin
Freyja, loftslagsmál og stjórnmál í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi from 2021-11-08T06:50

Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, fagnar komu varðskipsins Freyju til Siglufjarðar og segir að þetta sé mikið öryggismál fyrir Norður- og Austurland. Freyja kom til heimahafnar á laugarda...

Listen
Morgunvaktin
Íþróttir, ferðalög og tónlist from 2021-11-05T06:50

Dr. Ágúst Einarsson kom á Morgunvaktina og sagði frá niðurstöðum sem birtast í nýlegri bók hans; Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi. Bókin er tileinkuð eldri borgurum og í henni er meðal ann...

Listen
Morgunvaktin
Loftslagsmál, sjómenn, minkar, bókmenntir og skaðaminnkun from 2021-11-04T06:50

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fór yfir breyttar áherslur Seðlabanka Íslands varðandi loftslagsmál en bankinn hefur gefið út sérstaka yfirlýsingu í loftlagsmálum og skuldbindur sig til tilte...

Listen
Morgunvaktin
Póstur, leðurblökur og ættarnöfn from 2021-11-03T06:50

Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins, fór yfir breytingar á lögum varðandi bögglasendingar en í fyrra tóku lög gildi sem sögðu að sama verð yrði að gilda um bögglasendingar hvert á land se...

Listen
Morgunvaktin
Hagnaður, óbólusettur knattspyrnumaður og mexíkóskir tónar from 2021-11-02T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir hagnað viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins en hagnaður þeirra nam 60,3 milljörðum króna og jókst umtalsvert á milli ára. Eins v...

Listen
Morgunvaktin
Þing Norðurlandaráðs, bresk málefni og seinni heimstyrjöldin from 2021-11-01T06:50

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er einn þriggja alþingismanna sem sitja þing Norðurlandaráðs sem hófst í Kaupmannahöfn í dag og stendur til fimmtudags. Kórónuveiran og afleiðingar ...

Listen
Morgunvaktin
Trú og loftslagsmál, ferðalög og ljóð from 2021-10-29T06:50

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði- og trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands, stýrir málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar, sem verður haldið í...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagsmál, heimsglugginn og Rússland from 2021-10-28T06:50

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að stór hluti skýringar á hækkun vísitölu neysluverðs milli september og október skýrist af húsnæðisliðnum. Fasteignaverð hefur hækkað um 1...

Listen
Morgunvaktin
Samskipti Póllands og ESB, Danmörk og ferðamenn á Norðurlandi from 2021-10-27T06:50

Dóra Sif Tynes lögfræðingur þekkir vel til málefna Evrópusambandsins og aðildarríkja þess. Hún fór yfir samskipti ESB og Póllands eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að því að hluti löggjafa...

Listen
Morgunvaktin
Lífeyrissjóðir, bækur og fíkniefni from 2021-10-26T06:50

Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri, Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að eftir loftslagsráðstefnuna í París 2016 hafi tekið gildi breytingar á lögum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Nú er ...

Listen
Morgunvaktin
Fjarskipti, COP26 og silungar from 2021-10-25T06:50

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, hefur ekki alvarlegar áhyggjur af sölu Símans á Mílu til franska fjárstýringafyrirtækisins Ardian. Reglur eru í gildi varðandi verð á fjarskiptaþjó...

Listen
Morgunvaktin
Grænar áherslur, Álandseyjar og Harpa from 2021-10-22T06:50

Dagur verkfræðinnar er í dag og verður haldið málþing af því tilefni. Tvær þeirra sem þar flytja erindi voru gestir Morgunvaktarinnar, þær Sigríður Ósk Bjarnadóttir og Ólöf Kristjánsdóttir. Grænn b...

Listen
Morgunvaktin
Strákar í skólakerfinu, þingmaður lengst allra og veðurfar from 2021-10-21T06:50

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Vilborg Einarsdóttir, meðstofandi Mentors og framkvæmdastjóri Bravo Earth, ræddu um strákana í skólakerfinu. Tveir af hverjum þremur nemendum Hásk...

Listen
Morgunvaktin
Heilsuhegðun ungmenna, Transnistría og eldsvoðar from 2021-10-20T06:50

Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir að ungmenni sofi og hreyfi sig of lítið en þetta sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið á heils...

Listen
Morgunvaktin
Eignir lífeyrissjóðanna, ríkisstjórnarviðræður og bóluefni from 2021-10-19T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir hraðan vöxt eigna lífeyrissjóðanna í spjalli um efnahag og samfélag. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru einkum í skráðum félögum og eins í sjóðum...

Listen
Morgunvaktin
Fordæmalausir tímar, morð á þingmanni og alþjóðasamskipti from 2021-10-18T06:50

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir heiminn standa á fordæmalausum tímum þar sem vöruskortur er staðreynd. Þetta er afleiðing Covid-faraldursins en vegna hans lá...

Listen
Morgunvaktin
Alvarleg staða Landspítalans, ferðamenn og kvikmyndir from 2021-10-15T06:50

Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir eðlilegt að horfa til Landspítalans þegar kemur að tilslökunum á sóttvarnareglum. Hver geta samfélagsins er að takast á vi...

Listen
Morgunvaktin
Noregur, smábátasjómenn og hverfið mitt from 2021-10-14T06:50

Norsk málefni voru ofarlega á baugi á Morgunvaktinni í dag. Bæði vegna voðaverkanna í bænum Kongsberg en þar voru fimm drepin í gær og myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Jonas Gahr Støre tek...

Listen
Morgunvaktin
Vanlíðan þingmanns, Danmörk og Mývatnssveit from 2021-10-13T06:50

Henry Alexander Henrysson heimspekingur segir að ekki megi gera lítið úr tilfinningum Birgis Þórarinssonar þingmanns en eins og fram hefur komið þá fór Birgir úr Miðflokknum á föstudag og gekk til ...

Listen
Morgunvaktin
Facebook, pólitík og Mynd af manni from 2021-10-12T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir stöðu Facebook eftir að Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður Facebook, bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingsins nýverið. Þar sagði hún sa...

Listen
Morgunvaktin
Kjör að loknum faraldri, Newcastle og Skáldleg afbrotafræði from 2021-10-11T06:50

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, fór yfir stöðu mála nú þegar farið er að sjá fyrir endann á kórónuveirufaraldrinum. Hún segir mikilvægt að ekki verið skorið niður á sama hátt og gert var í ...

Listen
Morgunvaktin
Stríð og friður, ferðalög og James Bond from 2021-10-08T06:50

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða og Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar eru meðal þeirra sem koma að undirbúningi friðarráðstefnu Höfða sem haldin verður í...

Listen
Morgunvaktin
Vaxtahækkun sem kom á óvart, Nóbel og Pandóru-skjölin from 2021-10-07T06:50

Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur segir að vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í gær hafi komið á óvart og Ísland sé eitt örfárra ríkja sem er byrjað að hækka vexti eftir heimsfa...

Listen
Morgunvaktin
Fullar geymslur af pappír from 2021-10-06T06:50

Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns, fór yfir skjalageymslu en í nýlegri skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um skjalageymslur ríkisins kemur fram að umfang pappí...

Listen
Morgunvaktin
Seðlabankinn grípur til aðgerða from 2021-10-05T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um aðgerðir Seðlabanka Íslands til að draga úr þenslu á húsnæðismarkaði. Verðbólga mælist nú 4,4% og ráðstöfunartekjur heimilanna dragast saman í...

Listen
Morgunvaktin
Þjálfarar velja leikmenn ekki stjórn from 2021-10-04T06:50

Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands en bráðabirgðastjórn tók við sambandinu á laugardag. Stjórninni er ætlað að starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem verður haldi...

Listen
Morgunvaktin
Sveiflur í samskiptum Íslands og Kína from 2021-10-01T06:50

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Snæfríður Grímsdóttir, aðjúnkt í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, eru höfundar nýrrar skýrslu um samskipti Íslands og Kína frá árinu 1995 t...

Listen
Morgunvaktin
Líkur á að kosningarnar verði ógiltar from 2021-09-30T06:50

Gísli Tryggvason lögmaður telur líklegt að kosningarnar í Norðvesturkjördæmi verði ógiltar og að þar þurfi að kjósa að nýju. Hann telur að það sé hægt að greiða atkvæði í aðeins einu kjördæmi þrátt...

Listen
Morgunvaktin
Þurfa að reiða sig á yfir 40 ára gamalt tengivirki from 2021-09-29T06:50

Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir standa að verkefninu Hennar rödd sem hefur það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samféla...

Listen
Morgunvaktin
Hrunið, þýsk stjórnmál og laxar from 2021-09-28T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um bók sem er væntanleg í næstu viku um aðdraganda hrunsins en höfundur hennar, Jared Bibler, starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun en sagði upp ...

Listen
Morgunvaktin
Stjórnmál á mánudegi from 2021-09-27T06:50

Guðmundur Steingrímsson, pistlahöfundur og fyrrverandi alþingismaður, og Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fóru yfir úrslit þingkosninganna, endurtalningu atkvæða...

Listen
Morgunvaktin
Frá flokksræði yfir í margræði from 2021-09-24T06:50

Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gaf nýverið út bókina Elítur og valdakerfi á Íslandi. Bókin byggir á nokkurra ára rannsóknarvinnu Gunnars Helga og ...

Listen
Morgunvaktin
Alþingiskosningar og sameining sveitarfélaga from 2021-09-23T06:50

Greidd verða atkvæði um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á laugardag samhliða kosningum til Alþingis. Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangársþings eystra og formaður samstarfsnefndar um S...

Listen
Morgunvaktin
Ekki trúa öllu sem þú sérð á netinu from 2021-09-22T06:50

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, segir að mun minna beri á því að upplýsingaóreiðu sé dreift á samfélagsmiðlum fyrir þingkosningarnar í ár heldur en var árin 2016 og 2017. Bæ...

Listen
Morgunvaktin
Verðsveiflur á hlutabréfamörkuðum from 2021-09-21T06:50

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir sveiflur á hlutabréfamörkuðum að undanförnu og hækkanir á álverði í þættinum. Verðhækkun á áli skilar sér í bættri afkomu Landsvirkjunar þar sem ...

Listen
Morgunvaktin
Starfsaðstæður og mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu from 2021-09-20T06:50

Heilbrigðismálin eru mikilvægasta kosningamálið að mati flestra kjósenda. Frambjóðendur hlusta og boða aðgerðir; sumir vilja stórefla Landspítalann, aðrir meiri einkarekstur og ýmislegt fleira er l...

Listen
Morgunvaktin
Fjölgun stjórnmálaflokka og stjórnarmyndunarviðræður from 2021-09-17T06:50

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að hér á landi hafi stjórnmálin ekki enn brugðist við fjölgun stjórnmálaflokka á þingi en í stað fjögurra eða fimm flokka eins og var áður fy...

Listen
Morgunvaktin
Örnefnum safnað from 2021-09-16T06:50

Flest örnefni eru varðveitt í þar til gerðum gagnabönkum; annars vegar hjá Landmælingum Íslands og hins vegar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Án efa eru til ýmis örnefni sem hvergi er...

Listen
Morgunvaktin
Viðraði vel til verkfalla from 2021-09-15T06:50

Verkfall tólf verkalýðsfélaga vorið 1955 hafði gríðarleg áhrif á allt athafnalíf höfuðborgarsvæðisins en verkfallið stóð í sex vikur. Heimildarmyndin Korter yfir sjö fjallar um verkfallið sem var e...

Listen
Morgunvaktin
Púlsavirkni í Geldingadölum from 2021-09-14T06:50

Eldstöðin í Geldingardölum vaknaði úr níu daga dvala á laugardag og síðdegis í gær jókst púlsavirkni þar að nýju. Púlsavirknin nú er svipuð og hún var í apríl og maí. Náttúruvársérfræðingar Veður...

Listen
Morgunvaktin
Arfur til mannúðarmála from 2021-09-13T06:50

Stjórnmál innlend sem bresk og erfðagjafir voru meðal þeirra málefna sem voru rædd á Morgunvaktinni. Stuðningsfólk Pírata, Sara Oskarsson, og Vinstri grænna, Gestur Svavarsson, kom í þáttinn og fór...

Listen
Morgunvaktin
Umfjöllun Þórarins Eldjárns from 2021-09-10T06:50

Þórarinn Eldjárn gaf út nýja bók í vikunni. Bókin nefnist Umfjöllun og þar er að finna átta smásögur, bæði stuttar og langar. Þórarinn ræddi bókina og skáldskapinn á Morgunvaktinni í dag. Talið bar...

Listen
Morgunvaktin
Heimilisofbeldi ekki skráð from 2021-09-09T06:50

Hingað til hefur heimilisofbeldi ekki verið skráð sem komuástæða í sjúkraskrárkerfum og því ekki hægt að kalla fram tölfræðilegar upplýsingar á einfaldan máta. Starfshópur sem heilbrigðisráðherra ...

Listen
Morgunvaktin
Valdarán í Gíneu from 2021-09-08T06:50

Undirbúningur fyrir Alþingiskosningarnar er í fullum gangi, ekki bara hjá frambjóðendum heldur einnig dyggu stuðningsfólki. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins...

Listen
Morgunvaktin
Veðrið var hjartsláttur þjóðarinnar from 2021-09-07T06:50

Afkoma fjarskiptafyrirtækjanna var til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir ólíka afkomu þeirra og sölu á ónýttum fjarskiptainnviðum. Ha...

Listen
Morgunvaktin
Mikis Theodorakis minnst from 2021-09-06T06:50

Kosningaumfjöllun Morgunvaktarinnar með stuðningsfólki flokkanna hófst í dag. Viðmælendur voru Birgitta Jónsdóttir Sósíalistaflokknum og Pawel Bartoszek Viðreisn. Covid-19 tilvikum fjölgar í Bretla...

Listen
Morgunvaktin
Eystrasaltsríkin sjálfstæð í 30 ár from 2021-09-03T06:50

Fjórir af hverjum tíu sálfræðingum hafa íhugað að hætta vegna álagsins í kórónuveirufaraldrinum. Þetta sýnir könnun sem sálfræðinemarnir Karítas Ólafsdóttir og Snæfríður Birta Hreiðarsdóttir gerðu....

Listen
Morgunvaktin
Allt bendir til stjórnarskipta í Noregi from 2021-09-02T06:50

Hvernig er þjónusta Reykjavíkurborgar við aldraða og hvernig er líklegt að hún verði í framtíðinni? Þau mál voru rædd við Berglindi Magnúsdóttir, skrifstofustjóra öldrunarmála á velferðarsviði borg...

Listen
Morgunvaktin
Heilbrigðismál mikilvægust að mati kjósenda from 2021-09-01T06:50

Ársfundur Vestnorræna ráðsins stendur nú í Færeyjum. Guðjón Brjánsson alþingismaður og formaður Íslandsdeildar ráðsins sagði frá fundarefnum, ráðinu og veðrinu í Færeyjum. Bandaríski herinn hefur y...

Listen
Morgunvaktin
Efnahagshorfur og mávarnir í borgarlandinu from 2021-08-31T06:50

Vaxtahækkun Seðalabankans frá í síðustu vikur var til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir forsendur hækkunarinnar sem skýrðar eru í Pen...

Listen
Morgunvaktin
Sóttvarnarreglunum hefur verið breytt um 70 sinnum from 2021-08-30T06:50

Reglur um samkomutakmarkanir, sóttkví og annað tengt kórónuveirufaraldrinum hafa tekið stöðugum breytingum frá því að slíkar reglur voru fyrst settar í mars 2020. Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni ...

Listen
Morgunvaktin
Unga gamla fólkið sem vill Bítlana í botn from 2021-08-27T06:50

68 kynslóðin, sem komin er á áttræðisaldurinn, ætlar sér ekki að hlusta á harmonikkutónlist í tveggja manna herbergi á elliheimili heldur setja Bítlana í botn í búsetuúrræði af margvíslegu tagi. Sv...

Listen
Morgunvaktin
Krabbameinsfélagið sjötugt from 2021-08-26T06:50

Krabbameinsfélag Íslands varð sjötugt í sumar en sérstök afmælisráðstefna er haldin í dag. Af því tilefni var fjallað um félagið, starfsemi þess og krabbamein, gesti voru Laufey Tryggvadóttir, fram...

Listen
Morgunvaktin
Staða kvenna í Afganistan hræðileg from 2021-08-25T06:50

Konur í Afganistan eru í hættu eftir að Talibanar náðu völdum í landinu. Útivinnandi konur hafa verið hvattar til að halda sig heima. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, dró upp mynd af...

Listen
Morgunvaktin
Andersson líklega næsti forsætisráðherra Svíþjóðar from 2021-08-24T06:50

Mánaðarlaun verðbréfamiðlara eru að meðaltali 1,7 milljónir króna en laun kennara um 600 þúsund krónur. Þetta má lesa í tekjublöðunum sem komu út á dögunum. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnan...

Listen
Morgunvaktin
Málefni stúdenta, Bretland og staða frjálsra íþrótta. from 2021-08-23T06:50

Skólar landsins hefjast brátt og eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á síðustu vikum þá er óvissa um fyrirkomulag skólahaldsins nokkur vegna faraldursins. En hvernig er staðan í háskólunum? Við r...

Listen
Morgunvaktin
Afganistan, ferðamannastýring og enski boltinn from 2021-08-20T06:50

Rætt var um stöðu mála í Afganistan við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarsérfræðing. Brynja hefur fylgst náið með málum síðustu daga eftir að Talibanar tóku yfir stjórn landsins. Hún ræð...

Listen
Morgunvaktin
Kolefnisreiknigur bygginga, ólympíumót fatlaðra í Tokýó og Danmörk from 2021-08-19T06:50

Kolefnisreiknir fyrir nýbyggingar - hvað er það? Á Morgunvaktinni í dag hugum við að kolefnisspori byggingageirans og lítum til útlanda. Harpa Birgisdottir er prófessor við Álaborgarháskóla í Kaupm...

Listen
Morgunvaktin
Utankjörfundur hafinn, menningarborgin Reykjavík og veiðisumarið from 2021-08-18T06:50

Kristín Edwald lögfræðingur og formaður landskjörstjórnar hefur árum saman verið viðloðandi lýðræðið, fyrst sem sjálfboðaliði á kjörstað og í talningu en síðar í formlegri embættum. Við ræddum við ...

Listen
Morgunvaktin
Fótbolti og peningar, nýr gígur og hagrænt gildi lista from 2021-08-17T06:50

Í spjalli um efnahag og samfélag ræddi Þórður Snær Júlíusson meðal annars um ástæður vistaskipta Lionels Messi en reglur spænsku knattspyrnudeildarinnar gerðu að verkum að vegna skuldastöðu gat Bar...

Listen
Morgunvaktin
Styrkur og skipulag Talibana kom á óvart from 2021-08-16T06:50

Það kom á óvart hversu hratt og auðveldlega Talibanar náðu yfirráðum í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Reiknað var með að þeim tækist það en talið var að það myndi taka þá lengri tíma en raun ber vitn...

Listen
Morgunvaktin
Skipulagsmálin hafa áhrif á svo margt í mannlífinu from 2021-08-12T06:50

Fjallað var um Guðmund Kamban í danska blaðinu Berlingske á dögunum. Það kom ekki til af góðu. Upp er komin ósk eða krafa um að fjarlægður verði minningarskjöldur um Kamban sem festur er á hús nokk...

Listen
Morgunvaktin
Hlýnunin, Messi og Sjúkrahúsið á Akureyri from 2021-08-11T06:50

Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og til að bregðast við er nauðsynlegt að ráðast í róttækari aðgerðir en áður hafa verið ákveðnar. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, ræ...

Listen
Morgunvaktin
Hagnaður bankanna, framleiðni á Landspítala og pólitík í Þýsklandi from 2021-08-10T06:50

Það virðist ágætt upp úr bankarekstri að hafa. Viðskiptabankarnir þrír högnuðust um samtals 37 milljarða á fyrri hluta ársins. Hvaðan kom allur þessi hagnaður? Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjar...

Listen
Morgunvaktin
Nýliðun í landbúnaði er mikilvæg from 2021-08-09T06:50

Það er mikilvægt að ungt fólk hefji búskap, í húfi er fæðuöryggi þjóðarinnar. Þetta segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Nýverið var opnað fyrir umsóknir um styrki til nýliðu...

Listen
Morgunvaktin
Ættum að einbeita okkur að kraftagreinum á Ólympíuleikunum from 2021-08-06T06:50

Kórónuveirufaraldurinn var til umfjöllunar í þættinum í dag, staða og aðgerðir. Já hvað ber að gera? Núgildandi sóttvarnaaðgerðir gilda í viku til viðbótar og hvað þá? Tveir alþingismenn settust á ...

Listen
Morgunvaktin
Ættum að einbeita okkur að kraftagreinum á Ólympíuleikunum from 2021-08-06T06:50

Kórónuveirufaraldurinn var til umfjöllunar í þættinum í dag, staða og aðgerðir. Já hvað ber að gera? Núgildandi sóttvarnaaðgerðir gilda í viku til viðbótar og hvað þá? Tveir alþingismenn settust á ...

Listen
Morgunvaktin
Hinsegin dagar, Heimsgluggi og nýjar kenningar um Njálu from 2021-08-05T06:50

Nú eru Hinsegin dagar og við notum tækifærið og bregðum upp mynd af réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi; heyrum af helstu baráttumálum; og áhyggjum af þróun mála í útlöndum - fjandskap víða gag...

Listen