Alþingi, ferðalög og vellíðan - a podcast by RÚV

from 2022-01-28T06:50

:: ::

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður fór yfir störf þingsins í vikunni en þar var meðal annars rætt um strandveiðar og kvótakerfið, sóttvarnareglur, ríkisborgararétt og fleira. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir breyttar reglur á landamærum í nokkrum ríkjum, flugferðir til Ítalíu og möguleikann á að eignast hús á Ítalíu á eina evru. Jafnframt kom hann inn á fjölda erlendra ferðamanna sem er væntanlegur hingað í ár. Guðrún Kristjánsdóttir bústýra í Systrasamlaginu, kom með góð ráð í upphafi árs hvernig við getum látið okkur líða vel. Hún mælir með hugleiðslu, hollri fæðu og áfengisleysi. Útivist og jóga gerir fólki gott og ekki úr vegi að setjast við hafið og horfa á öldurnar nú eða faðma tré. Tónlist: Þriðji fiðlukonsert Mozarts, II kafli - Isabelle Faust, Two out of three ain?t bad - Meat Loaf, Traustur vinur - Sigurður Guðmundsson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV