Efnahagshorfur og mávarnir í borgarlandinu - a podcast by RÚV

from 2021-08-31T06:50

:: ::

Vaxtahækkun Seðalabankans frá í síðustu vikur var til umfjöllunar í spjalli um efnahag og samfélag. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir forsendur hækkunarinnar sem skýrðar eru í Peningamálum, riti bankans um ástand og horfur í efnahagsmálum. Hann upplýsti líka að fjöldi forsvarsmanna fyrirtækja og félaga skilar ekki ársreikningi eins og lögboðið er. 600 þúsund króna sekt liggur við slíku broti. Skattayfirvöld hafa lagaheimild til að slíta félögum og fyrirtækjum sem ekki skila ársreikningi en á þá heimild hefur ekki reynt þar sem reglugerð skortir um útfærslu heimildarinnar. Margir hafa tekið eftir auknum ágangi máva á höfuðborgarsvæðinu en þeir gera sig heimakomna við heimili fólks og annars staðar þar sem von er um æti. Mávarnir eru mörgum til ama en Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur sem starfar hjá Reykjavíkurborg bar af þeim blak. Fæðuleysi í hafinu og hreinni hafnir kunna að skýra meiri fyrirferð tegundarinnar í samfélagi mannanna. Tónlist: Ég heyri svo vel - Olga Guðrún Árnadóttir, 6:20 - Þorgrímur Jónsson, Einu sinni á ágústkvöldi - Magnús Eiríksson, Ágústnótt - Alfreð Clausen, Hvítu mávar - Helena Eyjólfsdóttir Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV