Eignir, Berlínarspjall og sameiningarviðræður - a podcast by RÚV

from 2022-01-18T06:50

:: ::

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, rýndi í tölur yfir álagningu einstaklinga og lögaðila frá árinu 2020 og var fjallað um af Páli Kolbeins í riti Skattsins, Tíund, nýverið. Jafnframt talaði Þórður um misskiptingu auðs í heiminum sem kemur er umfjöllunarefni í árlegri samantekt Oxfam samtakanna. Þórður fór í lokin yfir stuðningsaðgerðir stjórnvalda til veitingamanna vegna Covid. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði í Berlínarspjalli um áætlanir stjórnvalda um að setja á bólusetningarskyldu í Þýskalandi og handboltaáhuga Þjóðverja en Alfreð Gíslason þjálfar þýskalandsliðið sem nú tekur þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi. Hrefna Jóhannesdóttir er formaður sameiningarnefndar sveitarfélaga í Skagafirði og oddviti Akrahrepps. Hún er líka bóndi á Silfrastöðum í Blönduhlíð. Hún sagði frá fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði. Þau eru annars vegar sveitarfélagið Skagafjörður þar sem búa rúmlega 4.000 og hins vegar Akrahreppur en íbúar hans eru rúmlega 200. Tónlist: My funny Valentine - Chet Baker Ljúflingshóll - Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar Prelude in G minor op. 23 no. 5 - Ruth Slenczynska Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV