Fámenni, Bretland og Bandaríkin - a podcast by RÚV

from 2022-01-10T06:50

:: ::

Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá nýrri könnun sem hann vann ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Í henni var metið hvaða aðdráttarafl hin ýmsu ólíku samfélög á landsbyggðinni byggju yfir. Áherslan var á að skoða fámenn einangruð samfélög en þau síðan borin saman við fjölmenn samfélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins og/eða fjölmenn, fjarlægari og e.t.v. einangraðri samfélög. Í ljós kom að íbúar vítt og breitt um landið hafa ólíkar óskir og þarfir og þess vegna eru samfélögin mjög ólík. Íbúar fámennari og einangraðri samfélaga leggja meira upp úr aðgengi að þáttum eins og fjölbreyttri náttúru og friðsæld á meðan gæði grunnskóla, leikskóla og unglingastarfs toga meira í íbúa á jaðri höfuðborgarsvæðisins. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir það helsta varðandi kórónuveirufaraldurinn í Bretlandi, handritastuld og flutning stórfyrirtækisins Shell. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjallaði um stöðuna á Bandaríkjaþingi, stöðu Joes Bidens Bandaríkjaforseta og um leið stöðu fyrrverandi forseta landsins, Donalds Trumps. Tónlist: Frostrósir - Diddú og Terem Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant Land Of Hope and Dreams - Bruce Springsteen. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV