Fjárlög, ný ríkisstjórn Þýskalands og Grímsvötn - a podcast by RÚV

from 2021-12-07T06:50

:: ::

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir helstu atriði fjárlagafrumvarps næsta árs en samkvæmt því verður ríkissjóður rekinn með 169 milljarða króna halla á næsta ári. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir breytta ríkisstjórn í Þýskalandi, alls eru ráðherrarnir þar 17 talsins og nokkuð jafnt hlutfall kynjanna. Það sem hefur vakið mikla athygli er að allir ríkisstjórnarflokkarnir; jafnaðarmenn, frjálsir demókratar og græningjar, hafa breytt um skoðun og telja nú rétt að setja á bólusetningarskyldu. Eitthvað sem frambjóðendur flokkanna sögðu fyrir kosningarnar í september að yrði ekki gert. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, fór yfir stöðuna í Grímsvötnum en í gær var flugkóðanum yfir Grímsvötn breytt úr gulum í appelsínugulan eftir að jarðskjálftahrina hófst þar. Mjög hefur dregið úr jarðskjálftunum þar og um leið dregið úr líkum á eldgosi. Hún á von á því að viðbúnaðurinn verði lækkaður aftur fljótlega. Grímsvatnakerfið er virkasta eldstöðvarkerfi landsins og hefur gosið um 70 sinnum síðan land byggðist. Tónlist: I'm a fool to want you ? Bob Dylan, Für mich soll?s rote Rosen regnen - Hildergard Knef, Landamæri - Lára Rúnarsdóttir. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV