Fjölgun stjórnmálaflokka og stjórnarmyndunarviðræður - a podcast by RÚV

from 2021-09-17T06:50

:: ::

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að hér á landi hafi stjórnmálin ekki enn brugðist við fjölgun stjórnmálaflokka á þingi en í stað fjögurra eða fimm flokka eins og var áður fyrr sé útlit fyrir að sjö til níu flokkar nái mönnum inn á þing í komandi alþingiskosningum. Hér á landi hefur ekki verið hefð fyrir því að mynda blokkir fyrir kosningar, það að flokkar sameinist í hægri eða vinstri blokkir og fyrirfram sé vitað hver muni leiða ríkisstjórn viðkomandi blokkar líkt og er í Skandinavíu. Ólafur fór yfir ýmsar hliðar stjórnmálanna í þættinum, fjölgun stjórnmálaflokka á Íslandi, finnsku leiðina og þá skandinavísku þegar kemur að myndun ríkisstjórna. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, hefur skoðað þær reglur sem gilda á landamærum ríkja sem eiga aðild að Schengen-landamærasamstarfinu en Ísland er eina landið þar sem gerir kröfu um að þeir sem ferðast til landsins verði að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-19 prófi. Kristján fór yfir þær reglur sem gilda á landamærunum og ákvörðun samkeppnisyfirvalda í Noregi varðandi ríkisstuðning til flugfélaga. Stefán Pálsson sagnfræðingur býður upp á sögugöngur um Reykjavík og hefur skipulagt sjö slíkar göngur fram í desember. Meðal annars er gengið um Grafarvoginn, gamla Vesturbæinn og Öskjuhlíðina. Tónlist: Perfect day með Lou Reed, lag Braga Valdimars Skúlasonar Líttu sérhvert sólarlag í flutningi Sigríðar Thorlacius og Valdimars Guðmundssonar. Reykjavíkurnætur með Megasi. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV