Frá flokksræði yfir í margræði - a podcast by RÚV

from 2021-09-24T06:50

:: ::

Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gaf nýverið út bókina Elítur og valdakerfi á Íslandi. Bókin byggir á nokkurra ára rannsóknarvinnu Gunnars Helga og fleiri fræðimanna þar sem m.a. voru gerðar kannanir á viðhorfum forystufólks og elítuhópa í stjórnmálum, viðskiptalífi, embættismannakerfi, menningarlífi og fjölmiðlum. Stjórnmálaelítan hefur glatað ítökum og tengsl hennar við elítur viðskiptalífs og hagsmunasamtök hafa veikst. Hins vegar er sjávarútvegurinn enn í sterkri áhrifastöðu. Elíturnar eru orðnar fleiri á Íslandi en áður og þær eru ekki eins lokaður og þröngur hópur og þær voru áður. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir horfur í ferðaþjónustunni í vetur eftir ágætt sumar en erfitt ár þar á undan. Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt um að landamærin verði opnuð fyrir ferðamönnum í byrjun nóvember sem væntanlega þýðir að einhverjir Íslendingar ætla sér að eyða jólunum í Flórída. Sigfús Vilhjálmsson er formaður kjörstjórnar í Mjóafirði og þar geta íbúar greitt atkvæði frá klukkan níu í fyrramálið til klukkan 14. Alls eru 13 á kjörskrá í Mjóafirði og enginn frambjóðandi hefur komið þangað í haust til þess að kynna stefnumál sín. Sigfús á ekki von á því að verði erfitt að koma kjörkassanum yfir Mjóafjarðarheiði á morgun en atkvæði í Norðausturkjördæmi eru talin á Akureyri. Tónlist: Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir og John Grant. September Song - Sarah Vaughan syngur og Ég kýs með Nýdanskri. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV