Freyja, loftslagsmál og stjórnmál í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi - a podcast by RÚV

from 2021-11-08T06:50

:: ::

Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, fagnar komu varðskipsins Freyju til Siglufjarðar og segir að þetta sé mikið öryggismál fyrir Norður- og Austurland. Freyja kom til heimahafnar á laugardag og tóku margir á móti skipinu og áhöfn þess þrátt fyrir leiðindaveður. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, fór yfir það sem hefur verið rætt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow en ráðstefnan er rúmlega hálfnuð. Meðal annars hefur Brasilía lofað að stöðva skógareyðingu sem er gríðarlega mikilvægt skref að mati Auðar en stigið mjög seint. Áhersla er lögð á vernd náttúrulegra skóga og Bandaríkin eru að koma sterkt inn í loftslagsumræðuna að nýju. Grænar áherslur fyrirtæka eru stundum grænþvottur segir Auður og vísar þar meðal annars til þess að mun minna sé á bak við loforðin en vera eigi. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um minkamálið og stöðu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vegna þessa en hún hefur þótt standa sig vel í embætti, þar á meðal í baráttunni við Covid-faraldurinn. Sigrún talaði einnig um nýtt spillingarmál í breskum stjórnmálum. Á fimmtudaginn sagði þingmaður og fyrrum ráðherra, Owen Paterson, af sér eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti að víkja af þingi í 30 daga fyrir brot á reglum um aukavinnu þingmanna. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir er doktor í stjórnmálafræði og dósent við háskólann í Malmö. Rætt var við hana í þættinum um breytingar í Jafnaðarmannaflokknum en Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, er nýr formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embættinu af Stefan Löfven sem hefur verið formaður flokksins frá árinu 2012. Hún verður væntanlega fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. Tónlist: Chuck E?s in love og The Horses með Rickie Lee Jones. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV