Heilbrigðismál mikilvægust að mati kjósenda - a podcast by RÚV

from 2021-09-01T06:50

:: ::

Ársfundur Vestnorræna ráðsins stendur nú í Færeyjum. Guðjón Brjánsson alþingismaður og formaður Íslandsdeildar ráðsins sagði frá fundarefnum, ráðinu og veðrinu í Færeyjum. Bandaríski herinn hefur yfirgefið Afganistan og óvíst hvernig lífið í landinu mun þróast. Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur, sem starfaði fyrir Nató í Kabúl, fór yfir ástand og horfur. Rúmar þrjár vikur eru til kosninga. Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að mjög margir kjósendur ákveði sig á síðustu dögunum fyrir kjördag eða á kjördegi sjálfum. Íslenska kosningarannsóknin, sem gerð hefur verið frá 1983, leiðir það í ljós. Hún segir einnig að dregið hafi úr flokkshollustu með árunum. Ný könnun sýnir að fyrir kosningarnar nú eru heilbrigðismál efst á blaði þegar spurt er um málefni sem kjósendur telja mikilvægust. Norðanátt er nýr samstarfsvettvangur um nýsköpun á Norðurlandi. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir sagði frá í spjalli við Ágúst Ólafsson, fréttamann á Akureyri. Tónlist: To love somebody - Barry Gibb, The feeling of Jazz - Duke Ellington og John Coltrane. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV