Hinsegin dagar, Heimsgluggi og nýjar kenningar um Njálu - a podcast by RÚV

from 2021-08-05T06:50

:: ::

Nú eru Hinsegin dagar og við notum tækifærið og bregðum upp mynd af réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi; heyrum af helstu baráttumálum; og áhyggjum af þróun mála í útlöndum - fjandskap víða gagnvart hinsegin fólki. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, drakk með okkur morgunkaffið og ræddi málin vítt og breitt. Í gær var liðið ár frá sprengingunni stóru í Beirút í Líbanon, sem varð hundruðum að bana og olli gríðarlegri eyðileggingu. Staða mála þar í landi nú, ári seinna, var meðal umfjöllunarefna þegar Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Hann ræddi líka um efasemdir um ágæti bólusetningar, og um ríkissamband Danmerkur, Færeyja og Grænlands. Undir lok þáttar fórum við svo ein þúsund ár aftur í tímann. Við drógum fram Brennu-Njálssögu, rifjuðum upp helstu persónur og mátuðum við kenningar sem kunna að setja uppruna okkar í nýtt ljós! Bjarni Harðarson bóksali ræddi þessi mál við okkur. Var Gunnar á Hlíðarenda írskur prins? Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir. Tónlist: Sæll og glaður - Tómas R. Einarsson Runaway - The Corrs

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV