Íþróttir, ferðalög og tónlist - a podcast by RÚV

from 2021-11-05T06:50

:: ::

Dr. Ágúst Einarsson kom á Morgunvaktina og sagði frá niðurstöðum sem birtast í nýlegri bók hans; Íþróttir hérlendis í alþjóðlegu samhengi. Bókin er tileinkuð eldri borgurum og í henni er meðal annars fjallað um mikilvægi hreyfingar fyrir eldra fólk. Ágúst segir að hreyfing verði ein mikilvægasta efnahagsaðgerð framtíðarinnar þar sem þjóðin er að eldast með tilheyrandi kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. Ágúst fjallar einnig um skuggahliðar íþrótta; mansal, mismunun og kynbundið ofbeldi. Fjárhagsleg umsvif íþrótta eru 22 milljarðar á ári og 2 þúsund launuð ársverk. Framlag íþrótta til landsframleiðslu eru 2,5%. Ef það er sett í samhengi við sjávarútveg (á milli 20-25%) og ferðaþjónustu (um 10%) sést að íþróttir skipta verulegu máli fyrir þjóðarbúið sem og margt annað. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir framboð á sólarlandaferðum næsta sumar, breyttar áherslur í hótelframboði skandinavískra ferðaskrifstofa, áhrif loftslagsbreytinga á flugfélög og afkomu Play. Högni Egilsson, tónskáld og tónlistarmaður, sagði hlustendum frá nýjum og nýlegum tónverkum sem hann hefur samið og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á hljómleikum í Hörpu í kvöld. Högni fjallaði um það sem gerir tónskáld að tónskáldi og hvernig tónskáldið Högni byrjar verkið með því að setjast við skrifborðið og skrifa tónlistina. Við skrifborðið fæðast hugmyndirnar og þannig verður hugsuð tónlist til, tónarnir sjálfir. Hljómborðið er aldrei langt undan og síðan tekur við tölvuvinna enda heilmikið af hljóðfærum þegar samið er verk fyrir sinfóníuhljómsveit. Tónlist: Glaumbær með Dúmbó og Steina, Mississippi með The Cactus Blossoms, Bright eyes með Art Garfunkel og Innsæi með Högna Egilssyni. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV