Nýjung í námi, dönsk málefni og skipulagsmál - a podcast by RÚV

from 2022-01-19T06:50

:: ::

Kristín Jónsdóttir, dósent og forseti deildar kennslu- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, og Susan Rafik Hama, lektor við sömu deild, sögðu frá nýju átaksverkefni sem miðar að því að fjölga kennurum og öðru fagfólki í menntakerfinu af erlendum uppruna. Susan hefur meðal annars rannsakað stöðu kvenna og barna af erlendum uppruna í íslensku menntakerfi. Borgþór Arngrímsson fjallaði um yfirmann leyniþjónustu danska hersins, Lars Findsen, sem hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 8. desember og mál Claus Hjort Fredriksen fyrrverandi varnarmálaráðherra sem er sakaður um að hafa brotið trúnað. Jafnframt bar sérstakt málverkamál á góma en Jens Haaning sendi tvö verk á sýningu í listasafninu í Álaborg sem komu verulega á óvart. Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, og Anna Þorbjörg Jónasdóttir, fréttamaður á Akureyri, ræddu skipulagsmál bæjarins. Unnið er að undirbúningi tveggja nýrra hverfa sem á að byggja í bænum, og er annað þeirra skipulagt út frá umhverfis- og sjálfbærni hugmyndum. Samkeppni er fara af stað varðndi skipulag miðbæjar Akureyrar. Tónlist: Dream a little dream of me - Ella Fitzgerald og Count Basie Orchestra Bella - Ragnheiður Gröndal Under Stjernerne På Himlen - Rasmus Seebach Into the mystic - Van Morrison Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV