Nyt kúa, kalda stríðið, Danmörk og sameining - a podcast by RÚV

from 2022-02-02T06:50

:: ::

Guðrún Marinósdóttir bóndi á Búrfelli í Svarfaðardal, rekur myndarlegt mjólkurbú ásamt Gunnari Þór Þórissyni en annað árið í röð er meðalnyt kúa mest hjá þeim. Að meðaltali rúm 8,9 tonn. Galdurinn á bak við þetta er góður aðbúnaður kúa. Þau eru með lausagöngufjós þar sem mjög rúmt er um hverja kú. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi stöðuna í Austur-Evrópu og þá breytingu sem varð þegar Sovétríkin liðuðust í sundur árið 1991 og urðu að 15 sjálfstæðum ríkjum. Þegar kalda stríðinu lauk - að minnsta kosti að nafninu til. Þegar Vladimír Pútín komst til valda í Rússlandi var honum tíðrætt um forna frægð Sovétríkjanna og hlutverk Rússlands sem heimsveldis. Átökin um Úkraínu eru engin tilviljun nú 30 árum eftir að íbúar Úkraínu kusu sjálfstæði en Pútín talar um þær 25 milljónir Rússa sem bjuggu annarsstaðar en í Rússlandi þegar Sovétríkin liðu undir lok. Borgþór Arngrímsson sagði frá ótrúlegri sögu verkalýðsforingja í Danmörku en í ljós hefur komið að hann lifði tvöföldu lífi, ekki bara einu sinni heldur í tvígang. Per Christen­sen for­maður 3F, sem eru ein fjöl­menn­ustu sam­tök launa­fólks í Dan­mörku, hefur árum saman lifað tvö­földu lífi og að minnsta kosti tvisvar búið með tveimur konum á sama tíma. Í Danmerkurspjalli kom Borgþór inn á ýmislegt, svo með óveðrið um liðna helgi, handbolta, nýjan formann danska Þjóðarflokksins og fimmtugsafmæli Maríu prinsessu. Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR-Ráðgjöf, fór yfir sameiningar sveitarfélaga í viðtali við Ágúst Ólafsson fréttamann á Akureyri. Kosið er um um sameiningu á fimm svæðum í febrúar og mars. Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit sameinuðust á síðasta ári. Þar er ekki sveitarstjóri heldur þrír öflugir stjórnendur en þetta er nýjung í rekstri sveitarfélaga hér á landi. Sveitarfélögum hefur fækkað hratt á síðustu áratugum en þau voru á þriðja hundrað talsins um miðja síðustu öld. Tónlist: You don?t know - Helen Shapiro Organ Sonata no.4 in E minor BWV 528 : 2. Adagio - Víkingur Heiðar Ólafsson Nótt í Moskvu - Ragnar Bjarnason Stille før storm - Lis Sørensen Cold feet - Bríet - 3:42. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV