Óveður, Úkraína og Berlín - a podcast by RÚV

from 2022-02-22T06:50

:: ::

Veðrið var mjög til umfjöllunar á Morgunvaktinni í dag ásamt Úkraínu. Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, sagði frá þeim útköllum sem björgunarsveitir hafa sinnt frá því í gær en á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum undanfarinn sólarhring. Einnig var rætt við Magnús Stefánsson, bæjarstjóra Suðurnesjabæ, um óveðrið í gærkvöldi og nú í morgun á Reykjanesi og Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Það er svartur sandur yfir öllu í Vík í Mýrdal og er þetta í annað skiptið á skömmum tíma sem sandfokið er svo mikið í bænum. Veturinn hefur verið þungur í Mýrdalnum segir Þorbjörg. Arthúr Björgvin Bollason fjallaði um nýjan utanríkisráðherra Þýskalands, Önnulenu Bärbock, sem hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í alþjóðamálum og nú síðast í Úkraínudeilunni. Eins sagði hann frá þeim kvikmyndum sem vöktu mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem lauk um helgina. Þeirra á meðal er íslenska kvikmyndin Berdreymi. Tónlist: You?ve got a friend - James Taylor Carolina in My Mind - James Taylor Ég er að tala um þig - Jóhann G. Jóhannsson/Jón Ólafsson Don?t try to fool me - Jóhann G. Jóhannsson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV