Peningar, Berlínarspjall og morð í Reykjavík - a podcast by RÚV

from 2022-02-15T06:50

:: ::

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um hagnað bankanna og hugmynd Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að bankarnir ættu að létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um sem horfa fram á hærri vaxta­byrði vegna vaxta­hækk­ana Seðlabank­ans. Eins kom Þórður Snær inn á laun forstjóra fyrirtækja í Kauphöllinni. Þar má nefna miklar launahækkanir forstjóra Icelandair og Skeljungs. Að sögn Þórðar Snæs renna um 25% af auglýsingatekjum til fjölmiðla á Íslandi til erlendra fyrirtækja eins og Facebook og Google sem ekki greiða hér skatta. Þórður Snær ræddi einnig þá stöðu að vera blaðamaður með stöðu sakbornings en hann ásamt þremur öðrum blaðamönnum eru með réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir um ?skæruliðadeild Samherja?. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá áhugaverðum sýningum í Berlín og endurkjöri Frank Walter Steinmeier í embætti forseta Þýskalands um helgina. Gísli Jökull Gíslason, áhugamaður um síðari heimsstyrjöldina, greindi frá mögulegu drápi hermanna á 13 ára gamalli stúlku í Reykjavík í apríl 1945. Allt bendir til þess að hún hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi sem leiddi hana til dauða. Jökull biðlar til þeirra sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband við hann. Tónlist: Snjómokstur - Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar I See a Darkness - Bonnie Prince Billy Once upon summertime - Miles Davis Hope there's someone - Ant­ony and the John­sons. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV