Seðlabankinn grípur til aðgerða - a podcast by RÚV

from 2021-10-05T06:50

:: ::

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fjallaði um aðgerðir Seðlabanka Íslands til að draga úr þenslu á húsnæðismarkaði. Verðbólga mælist nú 4,4% og ráðstöfunartekjur heimilanna dragast saman í fyrsta skipti frá árinu 2019. Seðlabankinn hefur einnig ákveðið að endurvekja sveiflujöfnunaraukann. Með því er Seðlabankinn að draga úr útlánagetu viðskiptabankanna en hlutabréf hafa hækkað mikið í verði hér á landi. Fjármál stjórnmálaflokkanna bar einnig á góma því allir stjórnmálaflokkar sem fá 2,5% atkvæða eða meira eiga rétt á framlagi úr ríkissjóði. Arthúr Björgvin Bollason fór yfir stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi og litlar vinsældir Armin Laschet, kansalaraefni Kristilegra demókrata, en æ fleiri flokksbræður hans og systur gera hann nú ábyrgan fyrir því að flokkurinn hlaut verstu útreið sem hann hefur fengið í kosningum frá upphafi vega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ávarpaði þjóðina á sunnudag, á sameigingardeginum svonefnda. Þykir hún hafa verið persónulegri í tali en oftast áður. Meðal þess sem hún talaði um voru uppvaxtarárin í Austur-Þýskalandi og áhrif andlýðræðislegra afla á samfélagsmiðlum. Kaþólska kirkjan á í vanda í Þýskalandi líkt og víðar í heiminum. Einkum vegna kynferðisglæpa kirkjunnar þjóna og stöðu kvenna innan kirkjunnar. Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi hefur áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna og það vill að þessi málaflokkur rati inn í stjórnarsáttmála komandi ríkisstsjórnar. Þær Ingibjörg Ekla Þrastardóttir, sem situr í ungmennaráðinu og Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsteymi Unicef á Íslandi, fóru yfir geðheilbrigðismál barna og ungmenna á Íslandi. Tónlist: Lag: Over the rainbow og Misty með Gunnari Gunnarssyni og Air með Ellen Andrea Wangþ Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV