Starfsaðstæður og mönnunarvandi í heilbrigðiskerfinu - a podcast by RÚV

from 2021-09-20T06:50

:: ::

Heilbrigðismálin eru mikilvægasta kosningamálið að mati flestra kjósenda. Frambjóðendur hlusta og boða aðgerðir; sumir vilja stórefla Landspítalann, aðrir meiri einkarekstur og ýmislegt fleira er lagt til. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddu stöðuna í heilbrigðismálum eins og hún horfir við hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, svo sem starfsaðstæður og mönnunarvanda heilbrigðsstofnana. Sigrún Davíðsdóttir fjallaði um bresk stjórnmál, uppstokkun í ríkisstjórn Borisar Johnson og flokksþing stjórnarandstöðuflokkana þetta haustið. Sigrún Helgadóttir líffræðingur þekkir sögu Guðmundar Davíðssonar skógfræðings sem talað var um á Morgunvaktinni á Degi íslenskrar náttúru í síðustu viku. Sigrún fór yfir sögu hans og fleiri einstaklinga sem settu svip sinn á sögunna þegar kemur að náttúruvernd á Íslandi. Tónlist: Valentine með Richard Hawley, I?ll Remember með Kinks og Hinn elskulegi garðyrkjumaður með Kristjönu Stefánsdóttur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV