Stjórnarsáttmálar á Íslandi og Þýskalandi og kosningakerfið - a podcast by RÚV

from 2021-11-30T06:50

:: ::

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir efnahagsmálin í nýjum stjórnarsáttmála. Þar á meðal lækkun skatta, eignasölu ríkiseigna, svo sem hlutabréf í bönkum og endurgreiðslur, til að mynda í kvikmyndagerð. Vinnumarkaður og eftirlitsstofnanir bar einnig á góma sem og virkjanir og aukinn einkarekstur. Arthúr Björgvin Bollason, fjallaði um stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar Þýskalands en hann er mun lengri en sá íslenski. Ný ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins, Frjálsra demókrata og Græningja, tekur við stjórnartaumunum í næstu viku. Hækka á lægstu laun í landinu sem og laun heilbrigðisstarfsfólks og fólks í umönnunarstörfum. Ekki á að hækka skatta og sett verður á laggirnar sérstök loftslagsstofnun. Flýta á lokun kolavera og auka hlut sólar- og vindorku. Arthúr Björgvin sagði einnig frá nýrri bók eftir tvo þýska rannsóknarblaðamenn þar sem farið er yfir það hversu margir fyrrverandi félagar í þýska Nasistaflokknum gegndu háum embættum í dómskerfinu í þýska sambandslýðveldinu á árunum 1950?1974. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur ræddi kosninga- og tölvukerfi en á árum áður vann hann á Alþingi þar sem atkvæði eru greidd rafrænt. Haukur segir að mjög alvarleg lögbrot hafi verið framin í Borgarnesi við meðferð atkvæða í Norðvestur-kjördæmi og hætta sé á að fólk missi trúna á kosningakerfi landsins vegna þessa. Hann segir að niðurstaðan sem Alþingi komst að, það er að láta síðari talninguna gilda, hafa verið þá einu sem hægt var að komast að. Haukur segir íslenska kosningakerfið sé gott og ekki sé vænlegt að gera kjörskrána rafræna. Tónlist: Sleepwalk með Santos&Johnny og Björt mey og hrein með Andreu Gylfadóttur. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV