Trú og loftslagsmál, ferðalög og ljóð - a podcast by RÚV

from 2021-10-29T06:50

:: ::

Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði- og trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands, stýrir málþinginu Öll á sama báti - Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar, sem verður haldið í dag á vegum Stofnunar Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún segir að loftslagsváin sé eitthvað sem skipti alla máli, þar á meðal trúarhreyfingar, en líkt og fram hefur komið hefði sú sátt sem náðist í París fyrir sex árum sennilega ekki orðið að veruleika ef fulltrúa ríkja hefðu einir komið að verki. Þarna skipti miklu máli að trúarleiðtogar komu að samningaborðinu. Arnfríður segir að grípa verði til aðgerða fyrir komandi kynslóðir, ábyrgðin sé okkar enda hægt að rekja þessar hamfarir til gjörða mannsins. Þetta áhafi sennilega mest og um leið verst áhrif á þá sem minna mega sín. Vestfirðir eru efst á lista yfir svæði til að heimsækja árið 2022 í árlegu vali ferðabókaútgefandans Lonely Planet yfir staði til að heimsækja árið 2022 og fjallaði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, meðal annars um valið í ferðapistli sínum. Jón Hjartarson, leikari og ljóðskáld kom á Morgunvaktina en hann hlaut nýverið Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar fyrir sína fyrstu ljóðabók, Troðninga. Jón Hjartarson var um árabil leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið ótal hlutverk á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Jón er höfundur fjölmargra leikrita og leikgerða fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Hann hefur einnig skrifað samtalsbækur og samið fjölda skemmtiþátta, pistla og söngtexta. Jón las meðal annars tvö ljóð úr bókinni fyrir hlustendur Rásar 1. Tónlist: American pie og Vincent með Don McLean. Forsjá með Agnari Má Magnússyni. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV