Unga gamla fólkið sem vill Bítlana í botn - a podcast by RÚV

from 2021-08-27T06:50

:: ::

68 kynslóðin, sem komin er á áttræðisaldurinn, ætlar sér ekki að hlusta á harmonikkutónlist í tveggja manna herbergi á elliheimili heldur setja Bítlana í botn í búsetuúrræði af margvíslegu tagi. Svona skrifaði Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara á þriðjudag. Sigmundur kom í þáttinn og spjallaði um kynslóðirnar og breyttar þarfir eldri borgara sem nú eru margir í góðu formi. EasyJet hyggst aðeins fljúga til og frá Íslandi nokkrum sinnum í viku í vetur en félagið var áður mjög umsvifamikið á Keflavíkurflugvelli. Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir þetta og fleira í ferðaspjalli. Djasssöngkonan Stína Ágústsdóttir sem búsett er í Svíþjóð heldur hljómleika á Djasshátíð Reykjavíkur á sunnudag. Stína sagði frá sjálfri sér og tónlistinni. Tónlist: Skítt með það, förum heim til mín - Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir, Þú kysstir mína hönd - Tómas R. Einarsson og Ragnhildur Gísladóttir, Wild horses - The Rolling Stones, Grindavíkurdjass - Stína Ágústsdóttir, Both sides now - Stína Ágústsson. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV