Valdarán í Gíneu - a podcast by RÚV

from 2021-09-08T06:50

:: ::

Undirbúningur fyrir Alþingiskosningarnar er í fullum gangi, ekki bara hjá frambjóðendum heldur einnig dyggu stuðningsfólki. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri á Akureyri, og Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði, fóru yfir stöðu mála og niðurstöður skoðanakannana í aðdraganda kosninga. Akureyri kom einnig við sögu því Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður RÚV á Akureyri ræddi við Birgi Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri og formann starfshóps sveitarstjórnarráðherra, um nýja skýrslu starfshóps sveitarstjórnarráðherra um Akureyri en í skýrslunni er lagt til að Akureyri verði svæðisborg. Vera Illugadóttir fór síðan yfir stöðu mála í Gíneu en herinn í Gíneu rændi völdum í landinu um helgina og steyptu forseta landsins, Alpha Conde, af stóli. Tónlist: She's Got You með Patsy Cline, Yeke Yeke með Monry Kanté og Crazy með Patsy Cline. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Further episodes of Morgunvaktin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV