Aukum súrefnið - a podcast by olibjorn

from 2020-08-07T10:47:55

:: ::

Hægt og bít­andi verður mynd­in skýr­ari. Efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins eru for­dæma­laus­ar. Öll stærstu hag­kerfi heims­ins hafa orðið fyr­ir þungu höggi vegna Covid-19. Þró­un­ar­banki Asíu taldi í maí að efna­hags­leg­ur kostnaður heims­ins af Covid-19 gæti orðið allt að 8,8 bill­jón­ir doll­ara eða 9,7% af heims­fram­leiðslunni. 


Af­leiðing­ar Covid á ís­lenskt efna­hags­líf eru í mörgu al­var­legri en hjá öðrum lönd­um og skipt­ir þar mestu hve mik­il­væg ferðaþjón­ust­an er orðin eft­ir ótrú­lega upp­bygg­ingu á síðustu árum. Alþingi kem­ur sam­an síðar í mánuðinum til að af­greiða nýja fjár­mála­stefnu en 1. októ­ber kem­ur nýtt þing sam­an og þá legg­ur fjár­málaráðherra fram fjár­laga­frum­varp fyr­ir kom­andi ár. Það vit­laus­asta sem þingið get­ur gert við nú­ver­andi aðstæður er að freista þess að auka tekj­ur rík­is­ins með þyngri álög­um á fyr­ir­tæki og/​eða heim­ili.

Further episodes of Óli Björn - Alltaf til hægri

Further podcasts by olibjorn

Website of olibjorn